Þann 23 nóvember var haldin skorarfundur en af óviðráðanlegum orsökum hafa fréttir af honum ekki borist til ykkar fyrr en nú. Á þessum fundi var skipað í kennsluháttarnefnd skorar. Var Guðrún Marteinsdóttir skipuð fulltrúi skorar í Kennsluháttarnefnd deildar og Zophonías O. Jónsson varamaður hennar.
Næsti skorarfundur var 14 desember og var það seinnasti fundurinn fyrir jólafrí. Ýmis málefni voru til umræðu á þeim fundi.
Þá er þetta ekki lengra að sinni og óska ég öllum gleðilegra jóla og hittumst heil á nýju ári.
Jólakveðja Þórdís
mánudagur, desember 20
föstudagur, nóvember 12
stjórnin tekin til starfa
Ég vildi bara láta ykkur vita af því að ég er mætt frá "Draumalandinu" Ameríku og stjórnin er því tekin til starfa. Við Sirrý og Snorri Páll áttum stuttan fund í dag þar sem við fórum yfir það sem liggur mest á að gera og skiptum með okkur verkum. Við munum taka upp þráðinn á fimmtudaginn í næstu viku. Þau mál sem við erum að kíkja á núna er samstarf við önnur félög framhaldsnema í Raunvísindadeild, skólagjöld og fleiri hagsmunamál. Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri við okkur þá er bara að koma við í 157 eða senda tölvupóst.
Kveðja,
Ólafía Lár.
Formaður Felixs
s:8987877
olafial@hi.is
Kveðja,
Ólafía Lár.
Formaður Felixs
s:8987877
olafial@hi.is
miðvikudagur, nóvember 10
Skorarfundur 9 nóvember
Á skorarfundinum 9 nóvember var haldið áfram þar sem frá var horfið í afgreiðslu námskeiða sem kennd verða á vormisseri. Vegna tímaskorts náðist ekki að klára allt og bíða því nokkur námskeið afgreiðslu.
Ekki er komin dagsetning á næsta fund og því er en nokkur bið á því að tilkynnt verði hvaða námskeið verði kennd.
Nemendamál voru einnig á dagskrá.
Kveðja Þórdís
Ekki er komin dagsetning á næsta fund og því er en nokkur bið á því að tilkynnt verði hvaða námskeið verði kennd.
Nemendamál voru einnig á dagskrá.
Kveðja Þórdís
miðvikudagur, nóvember 3
Lesaðstaða
Okkur finnst þetta vera mjög góð hugmynd hjá ykkur Ægir og Ester :-) Það er ljóst að við erum ekki að nýta allt herbergið og hefði minna herbergi verið lausin. BS nemar eru fleiri og hafa líklega meiri not af svona aðstöðu þegar öllu er á botninn hvolft, alveg eins og við hefðum meiri not af minna herbergi. Það hefur borið á því í kjölfar lesaðstöðuumræðunnar að framhaldsnemar eru að skiptast í tvo hópa. Annar hópurinn vill alveg loka lesaðstöðunni og hinn vill hafa þetta alveg frjálst. Að undanförnu hefur borið meira á þeim síðarnefnda. Og mitt á milli lenda þeir í leiðindum sem eru að reyna að fara milliveginn og koma einhverri reglu á þetta öllum í hag. Skilaboð okkar til þessara hópa eru sú að verið er að reyna að koma til móts við öll sjónarmið. Það er engan vegin okkar vilji að vera með leiðindi við BS nema. Öll vorum við jú einusinni í sömu sporum. Ástæðan fyrir því að farið var út í þessa umræðu var sú að nokkrir Bs nemar voru búnnir að flytja búslóðina sína á laus borð í herberginu þannig að enginn annar BS nemi gat sest þar. Er þetta hagur BS nema??. Við hefðum alveg getað litið framhjá þessu og barasta leyft þeim að hertaka þessi borð þannig að enginn annar BS nemi kæmist að. Svo er það hlutur framhaldsnema í þesssu máli. Upphaflega var herbergið eingöngu ætlað framhaldsnemum. Ljóst var strax í upphafi að við myndum alls ekki mannna þessi 32 borð sem eru í herberginu og því kjörið að hleypa Bs nemum inn og leyfa þeim að njóta þeirra lausu borða sem eru þar. Um þetta voru allir sammála! Það er bara ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að Bs nám og framhaldsnám eru ólík. Flest okkar eru ekki í hópvinnu- og prófatörn og vinna okkar einkennist af feltvinnu/labbavinnu og svo lotum í skriftum og lestri. Þarfir þessara hópa eru ólíkar og erfitt að samræma þarfir allra. Okkur finnst alveg í myndinni að athuga herbergjaskipti ef að vilji er fyrir því hjá Haxa og Fjallinu. Þá gætum við fengið minna herbergi sem að við ein hefðum aðgang að og BS nemar gætu fengið öll lesplássin uppi og gert það sem þeim sýnist við þau. Leggjum við til að þetta verði athugað af stjórn Felix og samband haft við Haxa og Fjallið. Hugsanlega væri hægt að hafa lýðræðislega kosningu um þetta mál, og slíkt væri líklega besta leiðin svo að flestir séu sáttir.
Bestu kveðjur. Maja og Þórdís.
Bestu kveðjur. Maja og Þórdís.
þriðjudagur, nóvember 2
lesaðstaða - again
Við Ægir vorum að spekúlera í lesaðstöðumálum okkar framhaldsnema..
Þeir hjá byggingarnefnd hússins eru að "greina" notkun okkar á lesaðstöðu almennt.
Við erum smeyk um að niðurstaðan verði ekki okkur í hag. Erum að spá í hvort við þyrftum að skrifa bréf til nefndarinnar þar sem við skilgreinum okkar þarfir sjálf.
Tillaga hefur komið fram innan hópsins að bjóða skipti á okkar lesaðstöðu uppi á þriðju hæð fyrir nemendaherbergi á fyrstu hæð. Það herbergi er minna og meira lokað og hentar okkur líklega betur en hitt.. spurning um hvort bs nemar eru sammála??
Þyrftum eiginlega að hittast sem fyrst - áður en allt verður tekið af okkur.
HVERNIG ER ÞAÐ STJÓRN !
Ester og Ægir
Þeir hjá byggingarnefnd hússins eru að "greina" notkun okkar á lesaðstöðu almennt.
Við erum smeyk um að niðurstaðan verði ekki okkur í hag. Erum að spá í hvort við þyrftum að skrifa bréf til nefndarinnar þar sem við skilgreinum okkar þarfir sjálf.
Tillaga hefur komið fram innan hópsins að bjóða skipti á okkar lesaðstöðu uppi á þriðju hæð fyrir nemendaherbergi á fyrstu hæð. Það herbergi er minna og meira lokað og hentar okkur líklega betur en hitt.. spurning um hvort bs nemar eru sammála??
Þyrftum eiginlega að hittast sem fyrst - áður en allt verður tekið af okkur.
HVERNIG ER ÞAÐ STJÓRN !
Ester og Ægir
miðvikudagur, október 27
Skorarfundur 26 októver
Þá er en einn skorarfundurinn liðin. Ýmis nemendamál voru rædd á fundinum auk þess sem haldið var áfram að fjalla um námskeið sem til stendur að kenna næsta vor. Þar af eru nokkur framhaldsnema námskeið.
Annars hefur verið fundað nokkuð stíft seinnustu vikur og hefur verið fundur í hverri viku að undanförnu. Nú fer hins vegar að hægjast aðeins um og er engin fundur áætlaður í næstu viku.
Kveðja Þórdís
Annars hefur verið fundað nokkuð stíft seinnustu vikur og hefur verið fundur í hverri viku að undanförnu. Nú fer hins vegar að hægjast aðeins um og er engin fundur áætlaður í næstu viku.
Kveðja Þórdís
laugardagur, október 23
Fréttir af lesaðstöðu
Sæl öllsömul
Eins og þið vitið flest þá fórum við Þórdís í að koma einhverju skipulagi á lesaðstöðumálin, það er að segja að setja einhverjar reglur fyrir BS nema til að fara eftir og að merkja borðin vel og vandlega. Öll borðin í aðstöðunni hafa nú númer og settum við mynd við innganginn af öllum borðum og númerum þeirra. Við hliðiná þessum lista er síðan listi yfir þá 20 framhaldsnema sem eiga borð í herberginu ásamt nafn leiðbeinanda. Jafnframt þessu þá settum við tilkynningum á hvert borð þess efnis að BS nemendum væri óheimilt að eigna sér borð og þarmeð teppa fyrir öðrum BS nemum sem hafa áhuga á að nýta sér lesherbergið. Við gáfum þeim 2 vikur (til 5.nóv) til að taka dótið sitt af borðunum, annars yrði dótið þeirra fjarlægt. Allir BS nemar eiga rétt á að lesa við þessi 12 borð sem eru laus í herberginu og alls ekki ásættanlegt að fólk sé farið að hóta handrukkaraaðferðum ef að aðrir BS nemar dirfast að setjast við borðið. Á bókasafninu á hæðinni fyrir neðan eru alls 28 lespláss, sem var mun meira en ég hefði þorað að vona. Þegar ég kíkti þangað í gærdag þá voru aðeins 2 nemendur að lesa þar í þessum 28 lesplássum. Þannig að það eru nú ekki bara við (framhaldsnemar) sem að erum ekki að fullnýta lesaðstöðuna okkar. Hafa ber þó í huga að þessi 28 lespláss á bókasafninu eru misgóð og á að deila með BS nemum landafræði. Mér hefur heyrst allir taka mjög vel í það að koma skipulagi á þetta, sumir vilja bara hreinlega harðlæsa herberginu strax og aðrir vilja deila þessu til hins ítrasta með BS nemum. Vonandi er þetta einhver millivegur. Við ætlum allaveganna að sjá til næstu 2 vikurnar og sjá hvort að BS nemarnir sem hafa hertekið borð láti ekki af slíkum fyrirætlunum og fjarlægi dótið sitt. Þvímiður eru tímarnir á Grensás liðnir, ég veit nú samt ekki hvort að það var betra. Þar var lesaðstaðan ekki svo góð og þeir sem voru ákveðnastir tóku sér borðpláss sem þeir vörðu dyggilega fyrir yngri nemendum með kjafti og klóm. En nóg um það, takk fyrir frábær viðbrögð ykkar :-)
Bestu kveðjur. Maja.
Eins og þið vitið flest þá fórum við Þórdís í að koma einhverju skipulagi á lesaðstöðumálin, það er að segja að setja einhverjar reglur fyrir BS nema til að fara eftir og að merkja borðin vel og vandlega. Öll borðin í aðstöðunni hafa nú númer og settum við mynd við innganginn af öllum borðum og númerum þeirra. Við hliðiná þessum lista er síðan listi yfir þá 20 framhaldsnema sem eiga borð í herberginu ásamt nafn leiðbeinanda. Jafnframt þessu þá settum við tilkynningum á hvert borð þess efnis að BS nemendum væri óheimilt að eigna sér borð og þarmeð teppa fyrir öðrum BS nemum sem hafa áhuga á að nýta sér lesherbergið. Við gáfum þeim 2 vikur (til 5.nóv) til að taka dótið sitt af borðunum, annars yrði dótið þeirra fjarlægt. Allir BS nemar eiga rétt á að lesa við þessi 12 borð sem eru laus í herberginu og alls ekki ásættanlegt að fólk sé farið að hóta handrukkaraaðferðum ef að aðrir BS nemar dirfast að setjast við borðið. Á bókasafninu á hæðinni fyrir neðan eru alls 28 lespláss, sem var mun meira en ég hefði þorað að vona. Þegar ég kíkti þangað í gærdag þá voru aðeins 2 nemendur að lesa þar í þessum 28 lesplássum. Þannig að það eru nú ekki bara við (framhaldsnemar) sem að erum ekki að fullnýta lesaðstöðuna okkar. Hafa ber þó í huga að þessi 28 lespláss á bókasafninu eru misgóð og á að deila með BS nemum landafræði. Mér hefur heyrst allir taka mjög vel í það að koma skipulagi á þetta, sumir vilja bara hreinlega harðlæsa herberginu strax og aðrir vilja deila þessu til hins ítrasta með BS nemum. Vonandi er þetta einhver millivegur. Við ætlum allaveganna að sjá til næstu 2 vikurnar og sjá hvort að BS nemarnir sem hafa hertekið borð láti ekki af slíkum fyrirætlunum og fjarlægi dótið sitt. Þvímiður eru tímarnir á Grensás liðnir, ég veit nú samt ekki hvort að það var betra. Þar var lesaðstaðan ekki svo góð og þeir sem voru ákveðnastir tóku sér borðpláss sem þeir vörðu dyggilega fyrir yngri nemendum með kjafti og klóm. En nóg um það, takk fyrir frábær viðbrögð ykkar :-)
Bestu kveðjur. Maja.
miðvikudagur, október 20
Aðalfundur-skýrsla
Góðan daginn gott fólk og takk fyrir aðalfundinn.
Eftirfarandi aðilar voru kosnir í embætti:
Ólafía Lárusdóttir formaður
Snorri Páll Davíðsson gjaldkeri
Sigríður Kristinsdóttir ritari
Halldór Pálmar Halldórsson var kosinn skoðunarmaður reikninga.
Þórdís Vilhelmína Bragadóttir var kosin til að sitja skorarfundi og Ester Rut Unnsteinsdóttir til vara.
Snædís Huld Björnsdóttir var kosinn í rannsóknarnámsnefnd og Edda Sigurdís Oddsdóttir til vara.
Ægir Þór Þórsson var kosinn fyrir hönd Felix í stjórn líffræðistofnunar.
Athygli er vakin á að heimasíðunefnd er enn að störfum, en hana skipa:
Gunnar Hallgrímsson, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir.
Tvær minniháttar breytingar voru gerðar á lögum félagsins. En þau má nálgast á þessari slóð Lög Felix .
Samþykkt var að Edda setti fram drög að bréfi til að mótmæla hugmyndum um skólagjöld á framhaldsnám.
Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig...
Eftirfarandi aðilar voru kosnir í embætti:
Ólafía Lárusdóttir formaður
Snorri Páll Davíðsson gjaldkeri
Sigríður Kristinsdóttir ritari
Halldór Pálmar Halldórsson var kosinn skoðunarmaður reikninga.
Þórdís Vilhelmína Bragadóttir var kosin til að sitja skorarfundi og Ester Rut Unnsteinsdóttir til vara.
Snædís Huld Björnsdóttir var kosinn í rannsóknarnámsnefnd og Edda Sigurdís Oddsdóttir til vara.
Ægir Þór Þórsson var kosinn fyrir hönd Felix í stjórn líffræðistofnunar.
Athygli er vakin á að heimasíðunefnd er enn að störfum, en hana skipa:
Gunnar Hallgrímsson, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir.
Tvær minniháttar breytingar voru gerðar á lögum félagsins. En þau má nálgast á þessari slóð Lög Felix .
Samþykkt var að Edda setti fram drög að bréfi til að mótmæla hugmyndum um skólagjöld á framhaldsnám.
Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig...
Lesaðstaðan okkar ! Innrás !
Leaðstaðan okkar ! Innrás !
Við Þórdís löbbuðum upp í lesaðstöðuna okkar á 3 hæð (fyrir ofan bókasafnið) og sáum að fjölmargir BS nemar eru búnnir að festa sér borð þar með nafni og tilheyrandi bókum og dóti. Þegar við (framhaldsnemar) ákváðum að leyfa BS nemum að lesa þarna þá man ég ekki betur en að við gerðum það með það í huga að leyfa þeim að nota borðplássið sem ekki var í notkun af framhaldsnemum. Það er að segja að þau mættu sitja þar og lesa en ekki “festa” sér borð eins og á Grensás. Við sýndum góðfúslega lesaðstöðuleysi þeirra mikinn skilning með því að veita þeim aðgang að herberginu. En nú staðan önnur, margir eru búnnir að koma sér kyrfilega fyrir og enginn annar kemst að, hvorki framhaldsnemar né BS nemendur! Þetta var ekki markmiðið með ákvörðun okkar. Því er spurningin sú, hvað viljið þið gera í þessu máli? Því að það er nokkuð ljóst að ef ekki er neitt að gert þá verður aðstöðuleysið algert og við lendum í leiðinda harki við BS nemendur sem hafa fest sér borð. Okkur Þórdísi varð einnig ljóst að það er enginn framhaldsnemi sem að stendur vörð um lesherbergið okkar og passar að umgengni þar sé góð. Báðar viljum við að BS nemar fái að lesa þarna en alls ekki að þeir festi sér borð svo aðrir komist ekki að! Við skulum ekki gleyma því að þetta er herbergið okkar og við ráðum hvað er gert við það. Annað varðandi herbergið er það að sum borðin eru merkt og önnur ekki og þar af leiðandi ómögulegt að vita hvaða framhaldsnemi er með hvaða borð. Því verðum við að vita hver er með hvaða borð. Við gerðum mynd borðunum sem að við sendum í tölvupósti og gáfum þeim öllum númer. Gætuð þið verið svo væn að svara þessum pósti og segja okkur hvaða borð þið eruð með. Ætlunin er að búa til mynd yfir hvaða borð eru laus fyrir BS nemendur til að sitja við og hengja hana upp í lesaðstöðunni ásamt viðvörunum þess efnis að það er bannað að festa sér borð í herberginu en óhætt að lesa þar. Endilega kommenterið á þetta og komið með tillögur varðandi málið.
Bestu kveðjur.
Maja og Þórdís
Við Þórdís löbbuðum upp í lesaðstöðuna okkar á 3 hæð (fyrir ofan bókasafnið) og sáum að fjölmargir BS nemar eru búnnir að festa sér borð þar með nafni og tilheyrandi bókum og dóti. Þegar við (framhaldsnemar) ákváðum að leyfa BS nemum að lesa þarna þá man ég ekki betur en að við gerðum það með það í huga að leyfa þeim að nota borðplássið sem ekki var í notkun af framhaldsnemum. Það er að segja að þau mættu sitja þar og lesa en ekki “festa” sér borð eins og á Grensás. Við sýndum góðfúslega lesaðstöðuleysi þeirra mikinn skilning með því að veita þeim aðgang að herberginu. En nú staðan önnur, margir eru búnnir að koma sér kyrfilega fyrir og enginn annar kemst að, hvorki framhaldsnemar né BS nemendur! Þetta var ekki markmiðið með ákvörðun okkar. Því er spurningin sú, hvað viljið þið gera í þessu máli? Því að það er nokkuð ljóst að ef ekki er neitt að gert þá verður aðstöðuleysið algert og við lendum í leiðinda harki við BS nemendur sem hafa fest sér borð. Okkur Þórdísi varð einnig ljóst að það er enginn framhaldsnemi sem að stendur vörð um lesherbergið okkar og passar að umgengni þar sé góð. Báðar viljum við að BS nemar fái að lesa þarna en alls ekki að þeir festi sér borð svo aðrir komist ekki að! Við skulum ekki gleyma því að þetta er herbergið okkar og við ráðum hvað er gert við það. Annað varðandi herbergið er það að sum borðin eru merkt og önnur ekki og þar af leiðandi ómögulegt að vita hvaða framhaldsnemi er með hvaða borð. Því verðum við að vita hver er með hvaða borð. Við gerðum mynd borðunum sem að við sendum í tölvupósti og gáfum þeim öllum númer. Gætuð þið verið svo væn að svara þessum pósti og segja okkur hvaða borð þið eruð með. Ætlunin er að búa til mynd yfir hvaða borð eru laus fyrir BS nemendur til að sitja við og hengja hana upp í lesaðstöðunni ásamt viðvörunum þess efnis að það er bannað að festa sér borð í herberginu en óhætt að lesa þar. Endilega kommenterið á þetta og komið með tillögur varðandi málið.
Bestu kveðjur.
Maja og Þórdís
Skorarfundir
Skorarfundir hafa verið haldnir nokkuð þétt undanfarið þar sem mikið er á dagskrá og því hafa verið haldnir tveir fundir síðan ég gaf seinnast skýrslu.
Á skorarfundinum 12 október var haldið áfram að kynna framhaldsnámsumsóknir og var það eina málið á dagskrá.
19 október voru fleiri atriði á dagskrá. Umræðan um framhaldsumsóknir hélt áfram þar sem frá var horfið 12 okt. Umræðan um námskeið sem kennd verða á vormisseri fór af stað auk þess sem ýmis önnur mál voru á dagskrá.
Kveðja Þórdís
Á skorarfundinum 12 október var haldið áfram að kynna framhaldsnámsumsóknir og var það eina málið á dagskrá.
19 október voru fleiri atriði á dagskrá. Umræðan um framhaldsumsóknir hélt áfram þar sem frá var horfið 12 okt. Umræðan um námskeið sem kennd verða á vormisseri fór af stað auk þess sem ýmis önnur mál voru á dagskrá.
Kveðja Þórdís
þriðjudagur, október 19
Nidurstada adalfundar?
Sael oll
Eg er stodd i Maine USA til ad laera ad greina pungraekjur. Eg fretti ad eg hafi verid kosin formadur Felix. Mer list vel a thad. Vaerud einhver til i ad birta nidurstodur adalfundarins herna a vefnum?
kvedja Olafia verdandi pungraekjufraedingur
Eg er stodd i Maine USA til ad laera ad greina pungraekjur. Eg fretti ad eg hafi verid kosin formadur Felix. Mer list vel a thad. Vaerud einhver til i ad birta nidurstodur adalfundarins herna a vefnum?
kvedja Olafia verdandi pungraekjufraedingur
fimmtudagur, október 14
Aðalfundur !!!!!!!!!
Minni alla á aðalfundinn á morgun (föstudag) kl 1800 í Öskju.
Við verðum í einhverri af fallegu kennslustofunum.
Kv Jónas (gjaldkeri..)
Við verðum í einhverri af fallegu kennslustofunum.
Kv Jónas (gjaldkeri..)
sunnudagur, október 10
Fréttir af kynningu fyrir BS nemendur
Sæl öllsömul :-)
Síðasta fimmtudag héldum við (ég, Ester, Jónas og Snædís) kynningu að loknum vinnudags fyrir BS nemendur sem að hafa áhuga á að hefja framhaldsnám. Við renndum í raun blint í sjóinn og vissum ekki hversu margir myndu koma, og yfirhöfuð að einhver kæmi. En raunin var sú að margir nemendur af 3 og 2 ári mættu, á að gíska 13-15 manns sem var mun meira en við bjuggumst við. Við höfðum harðsoðið kynningu á Power point formi sem síðar umræddir nemendur báðu um að fá til að setja á heimasíðu Haxa. Það er í athugun af okkar hálfu. Kynningin stóð yfir í eina og hálfa klukkustund og höfðu nemendur margar spurningar sem að þau höfðu ekki getað spurt kennara að. Sú umræða kom upp að mikilvægt væri að nemendur kynntu sér ólíka leiðbeinendur vel áður en að þau ákveddu að fara í nám. Við sögðum þeim að framhaldsnemar (Felix fólk) myndu örugglega aðspurðir veita grunnupplýsingar um reynslu af sínum leiðbeinanda. Og við hvöttum þau til að leita til Bjarkar til að fá upplýsingar um hvaða leiðbeinandi væri með hvaða framhaldsnema ef að þau hafa áhuga á því að freista þess að fá upplýsingar. Vonandi takið þið vel í það ef einhver BS nemandinn leitar ykkur upp í leit að upplýsingum. Í heildina tekið voru þau mjög ánægð með að fá kynningu og óskuðu eftir því að svona kynning yrði árlegur viðburður, þar sem að Haxi og Felix standa sameiginlega að svona fundi. Það er því í hendi annarra styttra kominna framhaldsnema að taka þetta að sér að ári liðnu :-)
Kveðja, Maja.
Síðasta fimmtudag héldum við (ég, Ester, Jónas og Snædís) kynningu að loknum vinnudags fyrir BS nemendur sem að hafa áhuga á að hefja framhaldsnám. Við renndum í raun blint í sjóinn og vissum ekki hversu margir myndu koma, og yfirhöfuð að einhver kæmi. En raunin var sú að margir nemendur af 3 og 2 ári mættu, á að gíska 13-15 manns sem var mun meira en við bjuggumst við. Við höfðum harðsoðið kynningu á Power point formi sem síðar umræddir nemendur báðu um að fá til að setja á heimasíðu Haxa. Það er í athugun af okkar hálfu. Kynningin stóð yfir í eina og hálfa klukkustund og höfðu nemendur margar spurningar sem að þau höfðu ekki getað spurt kennara að. Sú umræða kom upp að mikilvægt væri að nemendur kynntu sér ólíka leiðbeinendur vel áður en að þau ákveddu að fara í nám. Við sögðum þeim að framhaldsnemar (Felix fólk) myndu örugglega aðspurðir veita grunnupplýsingar um reynslu af sínum leiðbeinanda. Og við hvöttum þau til að leita til Bjarkar til að fá upplýsingar um hvaða leiðbeinandi væri með hvaða framhaldsnema ef að þau hafa áhuga á því að freista þess að fá upplýsingar. Vonandi takið þið vel í það ef einhver BS nemandinn leitar ykkur upp í leit að upplýsingum. Í heildina tekið voru þau mjög ánægð með að fá kynningu og óskuðu eftir því að svona kynning yrði árlegur viðburður, þar sem að Haxi og Felix standa sameiginlega að svona fundi. Það er því í hendi annarra styttra kominna framhaldsnema að taka þetta að sér að ári liðnu :-)
Kveðja, Maja.
miðvikudagur, október 6
Fréttir af skorarfundum
Eins og flest allir ættu að vita núna þá lét Ester af störfum sem fulltrúi framhaldsnema í skor síðast liðið vor. Þar sem ekki var búið að auglýsa nýjan aðalfund þegar fundir hófust aftur hjá skor nú í haust þá tók Ester að sér að velja nýjan eftirmann. Tók ég að mér að sitja skorarfundi fram að næsta aðalfundi og ef engin annar lýsir yfir eldheitum áhuga á að taka að sér starfið þá er ég tilbúin að sitja fundina áfram.
Nú hafa verið haldnir þrír skorarfundir en þökk sé lélegri þekkingu minni á hotmail og bloggspot þá hafa fréttir af fundunum ekki borist ykkur fyrr en nú þökk sé góðum leiðbeiningum :)
Á fyrsta skorarfundi vetrarins 24 ágúst voru bókasafnsmálefni og nemendamál voru rædd. Síðbúnar framhaldsumsóknir voru einnig teknar fyrir. Skipað var í rannsókarnámsnefnd skorar og deildar. Guðrún Marteinsdóttir og Ólafur S. Andrésson sitja í nefnd skorar. Guðrún kemur einnig til með að sitja í rannsóknarnámsnefnd skorar og Ólafur verður varamaður hennar.
Annar skorarfundur vetrarins fór fram 14 september og var aðeins eitt mál til umræðu. Tillögur starfshóps háskólaráðs um fyrirkomulag og framkvæmd skriflegra prófa.
Á seinnasta fundi sem fram fór 5 október var byrjað að kynna umsóknir sem borist höfðu í MS og Ph.D nám við skorina. Sökum mikils fjölda þeirra kemur yfirferð þeirra til með að taka einhvern tíma og verða þær ræddar áfram á næstu fundum. Nemendamál voru einnig rædd.
Kveðja Þórdís
Nú hafa verið haldnir þrír skorarfundir en þökk sé lélegri þekkingu minni á hotmail og bloggspot þá hafa fréttir af fundunum ekki borist ykkur fyrr en nú þökk sé góðum leiðbeiningum :)
Á fyrsta skorarfundi vetrarins 24 ágúst voru bókasafnsmálefni og nemendamál voru rædd. Síðbúnar framhaldsumsóknir voru einnig teknar fyrir. Skipað var í rannsókarnámsnefnd skorar og deildar. Guðrún Marteinsdóttir og Ólafur S. Andrésson sitja í nefnd skorar. Guðrún kemur einnig til með að sitja í rannsóknarnámsnefnd skorar og Ólafur verður varamaður hennar.
Annar skorarfundur vetrarins fór fram 14 september og var aðeins eitt mál til umræðu. Tillögur starfshóps háskólaráðs um fyrirkomulag og framkvæmd skriflegra prófa.
Á seinnasta fundi sem fram fór 5 október var byrjað að kynna umsóknir sem borist höfðu í MS og Ph.D nám við skorina. Sökum mikils fjölda þeirra kemur yfirferð þeirra til með að taka einhvern tíma og verða þær ræddar áfram á næstu fundum. Nemendamál voru einnig rædd.
Kveðja Þórdís
fimmtudagur, september 30
Aðalfundur
Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 15 okt kl 1800 í Öskju.
Á dagskrá verða venjubundinn aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á veitingar: öl, sóda og pizzur.
Kjósa þarf nýja stjórn, en einhverjar þreifingar ´
hafa verið í að græja nýtt og gott fólk inn í stjórn :)
Endilega hafið samband (jonasp"at"hafro.is) ef þið hafið einhver
mál sem þið viljið ræða eða kynna sérstaklega á fundinum eða þið hafið áhuga að vera í forsvari fyrir Felix.
Ég sendi svo út formlegt fundarboð fljótlega í emil.
Kveðja Jónas.
Á dagskrá verða venjubundinn aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á veitingar: öl, sóda og pizzur.
Kjósa þarf nýja stjórn, en einhverjar þreifingar ´
hafa verið í að græja nýtt og gott fólk inn í stjórn :)
Endilega hafið samband (jonasp"at"hafro.is) ef þið hafið einhver
mál sem þið viljið ræða eða kynna sérstaklega á fundinum eða þið hafið áhuga að vera í forsvari fyrir Felix.
Ég sendi svo út formlegt fundarboð fljótlega í emil.
Kveðja Jónas.
mánudagur, september 27
Umræddi skólagjaldapóstur:
Var sent á msn póstlistann, bloggið þjónar nú tilgangi þess.
From: Edda Sigurdís (Original Message) Sent: 9/21/2004 3:19 PM
Sæl og blessuð öll
Heyrði að það hefði verið góð mæting á fundinn síðasta föstudag, leitt að hafa ekki komist. Vonandi kemst ég næst.
Mig langar hins vegar svolítið að ræða þá hugmynd menntamálaráðherra að setja eigi skólagjöld á framhaldsnema. Eins furðulegt og það nú er þá virðast allir vera sáttir við þessa tillögu, að minnsta kosti hefur enginn hreyft mótmælum við henni.
Eins og staðan er í dag þá eru nógu litlir möguleikar á styrkjum fyrir framhaldsnema og ekkert sem bendir til þess að á móti þessum fyrirhuguðu skólagjöldum komi styrkja- eða lánakerfi. Framhaldsnemar sem oft eru að lepja dauðann úr skel hafa takmarkaðan aðgang að LÍN (nema þeir hafi sloppið við að taka lán á BSc náminu) og því miður er Rannsóknanámssjóður ekki nógu öflugur til að styrkja öll þau verkefni sem eru í gangi. Það liggur því í augum uppi að skólagjöld hljóta að draga úr aðsókn nema í framhaldsnám.
Fyrir mína parta þá get ég ekki skilið hvernig Háskóli Íslands, sem vill skilgreina sig sem rannsóknaháskóla, ætlar að geta stundað rannsóknir án þeirra þræla sem eru í framhaldsnámi. Í flestum rannsóknaháskólum eru það framhaldsnemarnir sem í raun halda uppi rannsóknum, doktorsnemarnir sjá oft um leiðbeiningu MSc nema og kennsla í grunnnámi hvílir á báðum þessum hópum. Það skýtur því ansi skökku við þegar það á að takmarka aðgengi að framhaldsnámi á þennan hátt og í raun stórfurðulegt að hvorki nemendur né prófessorar við HÍ hafi mótmælt þessum skólagjaldatilburðum menntamálaráðherra.
Held að við verðum að ræða þetta...
kveðja
Edda
From: Edda Sigurdís (Original Message) Sent: 9/21/2004 3:19 PM
Sæl og blessuð öll
Heyrði að það hefði verið góð mæting á fundinn síðasta föstudag, leitt að hafa ekki komist. Vonandi kemst ég næst.
Mig langar hins vegar svolítið að ræða þá hugmynd menntamálaráðherra að setja eigi skólagjöld á framhaldsnema. Eins furðulegt og það nú er þá virðast allir vera sáttir við þessa tillögu, að minnsta kosti hefur enginn hreyft mótmælum við henni.
Eins og staðan er í dag þá eru nógu litlir möguleikar á styrkjum fyrir framhaldsnema og ekkert sem bendir til þess að á móti þessum fyrirhuguðu skólagjöldum komi styrkja- eða lánakerfi. Framhaldsnemar sem oft eru að lepja dauðann úr skel hafa takmarkaðan aðgang að LÍN (nema þeir hafi sloppið við að taka lán á BSc náminu) og því miður er Rannsóknanámssjóður ekki nógu öflugur til að styrkja öll þau verkefni sem eru í gangi. Það liggur því í augum uppi að skólagjöld hljóta að draga úr aðsókn nema í framhaldsnám.
Fyrir mína parta þá get ég ekki skilið hvernig Háskóli Íslands, sem vill skilgreina sig sem rannsóknaháskóla, ætlar að geta stundað rannsóknir án þeirra þræla sem eru í framhaldsnámi. Í flestum rannsóknaháskólum eru það framhaldsnemarnir sem í raun halda uppi rannsóknum, doktorsnemarnir sjá oft um leiðbeiningu MSc nema og kennsla í grunnnámi hvílir á báðum þessum hópum. Það skýtur því ansi skökku við þegar það á að takmarka aðgengi að framhaldsnámi á þennan hátt og í raun stórfurðulegt að hvorki nemendur né prófessorar við HÍ hafi mótmælt þessum skólagjaldatilburðum menntamálaráðherra.
Held að við verðum að ræða þetta...
kveðja
Edda
fimmtudagur, september 23
Engin skólagjöld
Varðandi póstinn sem kom frá Eddu (Skólagjöld á framhaldsnema) þá er ég svo innilega sammála henni. Mér finnst ekkert réttlæta hækkuð skólagjöld á framhaldsnema. Framhaldsnemar og rannsóknir þeirra er það sem setur raunvísindadeild á hærra plan sem rannsóknarmiðstöð. Ég get ekki ímyndað mér annað en að rannsóknir framhaldsnema séu um 60-70% af öllum þeim rannsóknum sem fara fram á sviði raunvísinda (allaveganna líffræði). Við þurfum að sameinast um að mótmæla þessu það er ekki spurning og jafnvel slást í för með hinum framhaldsnemum Öskju í þessu máli (jarð- umhverfis - og landafræði). Við getum saman staðið sterk sem framhalsnemar í Öskju! Þessir nemendur eru alveg nóg fjársveltir og nýttir sem ódýrt vinnuafl í verklegri kennslu að það þrufi ekki að bæta við háum skólagjöldum.
Kveðja. Marianne
Kveðja. Marianne
miðvikudagur, september 22
Bara rétt aðeins að máta síðuna
Ég sé að Felix mál ganga mun hraðar og betur fyrir sig þegar formaðurinn er ekki á staðnum:) Frábært framtak og vona að þetta virki betur en blessaður Felix póstlistinn. Hann virkaði bara ekki nógu vel. Gaman að fá nýtt fólk inn. Vonandi verður eins góð mæting á næsta fundi.
Annars er ég bara aðeins að spóka mig inn á þessari nýju síðu. Aðeins að prófa fílinginn. Þetta er bara ansi hreint góð síða!
Kær kveðja að Austan Rán
Annars er ég bara aðeins að spóka mig inn á þessari nýju síðu. Aðeins að prófa fílinginn. Þetta er bara ansi hreint góð síða!
Kær kveðja að Austan Rán
þriðjudagur, september 21
Framhaldsnema líffræðiblogg opnar
Hæ hæ og velkomin á síðu þessa sem var sett upp sem spjallvefur fyrir nema í framhaldsnámi í líffræði. Hér er hugmyndin að setja upp tilkynningar um fundi og annan 'hittting' og halda uppi umræðu um mál felixmanna hverju sinni. Hægt er svo að notast við comment kerfið til að ræða þau málefni sem póstuð eru inn.
Þið sem eruð félagsmenn ættuð að hafa fengið notendanafn og lyklorð í tölvupósti og getið því skráð ykkur inn og bloggað að vild, betrumbætt síðuna ofrv.
Ef þú ert framhaldsnemi í líffræði en fékkst ekki tölvupóstinn settu þá nafn og netfang í commentið og þér verður sendur aðgangskóði að síðunni.
Kveðja
Freydís
Þið sem eruð félagsmenn ættuð að hafa fengið notendanafn og lyklorð í tölvupósti og getið því skráð ykkur inn og bloggað að vild, betrumbætt síðuna ofrv.
Ef þú ert framhaldsnemi í líffræði en fékkst ekki tölvupóstinn settu þá nafn og netfang í commentið og þér verður sendur aðgangskóði að síðunni.
Kveðja
Freydís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)