Ég vildi bara láta ykkur vita af því að ég er mætt frá "Draumalandinu" Ameríku og stjórnin er því tekin til starfa. Við Sirrý og Snorri Páll áttum stuttan fund í dag þar sem við fórum yfir það sem liggur mest á að gera og skiptum með okkur verkum. Við munum taka upp þráðinn á fimmtudaginn í næstu viku. Þau mál sem við erum að kíkja á núna er samstarf við önnur félög framhaldsnema í Raunvísindadeild, skólagjöld og fleiri hagsmunamál. Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri við okkur þá er bara að koma við í 157 eða senda tölvupóst.
Kveðja,
Ólafía Lár.
Formaður Felixs
s:8987877
olafial@hi.is
föstudagur, nóvember 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli