miðvikudagur, nóvember 3

Lesaðstaða

Okkur finnst þetta vera mjög góð hugmynd hjá ykkur Ægir og Ester :-) Það er ljóst að við erum ekki að nýta allt herbergið og hefði minna herbergi verið lausin. BS nemar eru fleiri og hafa líklega meiri not af svona aðstöðu þegar öllu er á botninn hvolft, alveg eins og við hefðum meiri not af minna herbergi. Það hefur borið á því í kjölfar lesaðstöðuumræðunnar að framhaldsnemar eru að skiptast í tvo hópa. Annar hópurinn vill alveg loka lesaðstöðunni og hinn vill hafa þetta alveg frjálst. Að undanförnu hefur borið meira á þeim síðarnefnda. Og mitt á milli lenda þeir í leiðindum sem eru að reyna að fara milliveginn og koma einhverri reglu á þetta öllum í hag. Skilaboð okkar til þessara hópa eru sú að verið er að reyna að koma til móts við öll sjónarmið. Það er engan vegin okkar vilji að vera með leiðindi við BS nema. Öll vorum við jú einusinni í sömu sporum. Ástæðan fyrir því að farið var út í þessa umræðu var sú að nokkrir Bs nemar voru búnnir að flytja búslóðina sína á laus borð í herberginu þannig að enginn annar BS nemi gat sest þar. Er þetta hagur BS nema??. Við hefðum alveg getað litið framhjá þessu og barasta leyft þeim að hertaka þessi borð þannig að enginn annar BS nemi kæmist að. Svo er það hlutur framhaldsnema í þesssu máli. Upphaflega var herbergið eingöngu ætlað framhaldsnemum. Ljóst var strax í upphafi að við myndum alls ekki mannna þessi 32 borð sem eru í herberginu og því kjörið að hleypa Bs nemum inn og leyfa þeim að njóta þeirra lausu borða sem eru þar. Um þetta voru allir sammála! Það er bara ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að Bs nám og framhaldsnám eru ólík. Flest okkar eru ekki í hópvinnu- og prófatörn og vinna okkar einkennist af feltvinnu/labbavinnu og svo lotum í skriftum og lestri. Þarfir þessara hópa eru ólíkar og erfitt að samræma þarfir allra. Okkur finnst alveg í myndinni að athuga herbergjaskipti ef að vilji er fyrir því hjá Haxa og Fjallinu. Þá gætum við fengið minna herbergi sem að við ein hefðum aðgang að og BS nemar gætu fengið öll lesplássin uppi og gert það sem þeim sýnist við þau. Leggjum við til að þetta verði athugað af stjórn Felix og samband haft við Haxa og Fjallið. Hugsanlega væri hægt að hafa lýðræðislega kosningu um þetta mál, og slíkt væri líklega besta leiðin svo að flestir séu sáttir.
Bestu kveðjur. Maja og Þórdís.

Engin ummæli: