Eins og flest allir ættu að vita núna þá lét Ester af störfum sem fulltrúi framhaldsnema í skor síðast liðið vor. Þar sem ekki var búið að auglýsa nýjan aðalfund þegar fundir hófust aftur hjá skor nú í haust þá tók Ester að sér að velja nýjan eftirmann. Tók ég að mér að sitja skorarfundi fram að næsta aðalfundi og ef engin annar lýsir yfir eldheitum áhuga á að taka að sér starfið þá er ég tilbúin að sitja fundina áfram.
Nú hafa verið haldnir þrír skorarfundir en þökk sé lélegri þekkingu minni á hotmail og bloggspot þá hafa fréttir af fundunum ekki borist ykkur fyrr en nú þökk sé góðum leiðbeiningum :)
Á fyrsta skorarfundi vetrarins 24 ágúst voru bókasafnsmálefni og nemendamál voru rædd. Síðbúnar framhaldsumsóknir voru einnig teknar fyrir. Skipað var í rannsókarnámsnefnd skorar og deildar. Guðrún Marteinsdóttir og Ólafur S. Andrésson sitja í nefnd skorar. Guðrún kemur einnig til með að sitja í rannsóknarnámsnefnd skorar og Ólafur verður varamaður hennar.
Annar skorarfundur vetrarins fór fram 14 september og var aðeins eitt mál til umræðu. Tillögur starfshóps háskólaráðs um fyrirkomulag og framkvæmd skriflegra prófa.
Á seinnasta fundi sem fram fór 5 október var byrjað að kynna umsóknir sem borist höfðu í MS og Ph.D nám við skorina. Sökum mikils fjölda þeirra kemur yfirferð þeirra til með að taka einhvern tíma og verða þær ræddar áfram á næstu fundum. Nemendamál voru einnig rædd.
Kveðja Þórdís
miðvikudagur, október 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli