miðvikudagur, október 20

Aðalfundur-skýrsla

Góðan daginn gott fólk og takk fyrir aðalfundinn.

Eftirfarandi aðilar voru kosnir í embætti:
Ólafía Lárusdóttir formaður
Snorri Páll Davíðsson gjaldkeri
Sigríður Kristinsdóttir ritari
Halldór Pálmar Halldórsson var kosinn skoðunarmaður reikninga.

Þórdís Vilhelmína Bragadóttir var kosin til að sitja skorarfundi og Ester Rut Unnsteinsdóttir til vara.

Snædís Huld Björnsdóttir var kosinn í rannsóknarnámsnefnd og Edda Sigurdís Oddsdóttir til vara.

Ægir Þór Þórsson var kosinn fyrir hönd Felix í stjórn líffræðistofnunar.

Athygli er vakin á að heimasíðunefnd er enn að störfum, en hana skipa:
Gunnar Hallgrímsson, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir.

Tvær minniháttar breytingar voru gerðar á lögum félagsins. En þau má nálgast á þessari slóð Lög Felix .

Samþykkt var að Edda setti fram drög að bréfi til að mótmæla hugmyndum um skólagjöld á framhaldsnám.

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig...

Engin ummæli: