Leaðstaðan okkar ! Innrás !
Við Þórdís löbbuðum upp í lesaðstöðuna okkar á 3 hæð (fyrir ofan bókasafnið) og sáum að fjölmargir BS nemar eru búnnir að festa sér borð þar með nafni og tilheyrandi bókum og dóti. Þegar við (framhaldsnemar) ákváðum að leyfa BS nemum að lesa þarna þá man ég ekki betur en að við gerðum það með það í huga að leyfa þeim að nota borðplássið sem ekki var í notkun af framhaldsnemum. Það er að segja að þau mættu sitja þar og lesa en ekki “festa” sér borð eins og á Grensás. Við sýndum góðfúslega lesaðstöðuleysi þeirra mikinn skilning með því að veita þeim aðgang að herberginu. En nú staðan önnur, margir eru búnnir að koma sér kyrfilega fyrir og enginn annar kemst að, hvorki framhaldsnemar né BS nemendur! Þetta var ekki markmiðið með ákvörðun okkar. Því er spurningin sú, hvað viljið þið gera í þessu máli? Því að það er nokkuð ljóst að ef ekki er neitt að gert þá verður aðstöðuleysið algert og við lendum í leiðinda harki við BS nemendur sem hafa fest sér borð. Okkur Þórdísi varð einnig ljóst að það er enginn framhaldsnemi sem að stendur vörð um lesherbergið okkar og passar að umgengni þar sé góð. Báðar viljum við að BS nemar fái að lesa þarna en alls ekki að þeir festi sér borð svo aðrir komist ekki að! Við skulum ekki gleyma því að þetta er herbergið okkar og við ráðum hvað er gert við það. Annað varðandi herbergið er það að sum borðin eru merkt og önnur ekki og þar af leiðandi ómögulegt að vita hvaða framhaldsnemi er með hvaða borð. Því verðum við að vita hver er með hvaða borð. Við gerðum mynd borðunum sem að við sendum í tölvupósti og gáfum þeim öllum númer. Gætuð þið verið svo væn að svara þessum pósti og segja okkur hvaða borð þið eruð með. Ætlunin er að búa til mynd yfir hvaða borð eru laus fyrir BS nemendur til að sitja við og hengja hana upp í lesaðstöðunni ásamt viðvörunum þess efnis að það er bannað að festa sér borð í herberginu en óhætt að lesa þar. Endilega kommenterið á þetta og komið með tillögur varðandi málið.
Bestu kveðjur.
Maja og Þórdís
miðvikudagur, október 20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli