Verð nú að játa það að það er frekar lítið skrifað á þessa síðu og vona ég að umræðan fari að glæðast. Kem nú til með að bæta úr þessu með fréttum af 3 skorarfundum. Dagskráin hefur verið annsi þétt skrifuð hjá mér seinnustu vikurnar og því hafa fréttir af fundunum borist seinnt.
Ýmis málefni hafa verið rædd á þessum fundum sem haldnir voru 25 janúar, 1 og 15 febrúar. Hæst hefur þar borið breytingar á grunnnáminu, ýmis mál sem tengjast starfsemi skorar og námskynning sem haldin verður 27 febrúar.
Vil svo að lokum hvetja fólk til að tjá sig hér á síðuni og koma með líflega umræðu um ýmis mál sem viðkemur framhaldsnáminu (eða ekki það skiptir engu máli bara fá smá líf í hana svo fólk nenni að skoða hana).
Kveðja Þórdís
miðvikudagur, febrúar 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli