Ágætu framhaldsnemar við Læknadeild og Líffræðiskor Háskóla Íslands.
Ég þakkar ykkur spurningar ykkar sem eru fjórar talsins og voru birtar á
Hi-starf fyrir skömmu. Svör mín fara hér á eftir.
1. Umræða um að setja beri skólagjöld á nemendur við Háskóla Íslands skýtur
upp kollinum með reglulegu millibili. Framhaldsnemar eru margir byrjaðir að
stofna fjölskyldu og koma sér þaki yfir höfuðið. Þeir eru í mörgum
tilfellum starfsmenn stofnana Háskólans og fá sumir greidd laun af styrkjum,
aðrir taka námslán, sumir taka að sér kennslu með námi en langflestir búa
þeir við viðkvæman fjárhag. Auk þess er fjármagn til verkefna oft á tíðum
ekki tryggt fyrirfram og við þekkjum dæmi þess að nemar hafi þurft að hverfa
úr námi vegna þess að styrkir hafa brugðist. Hverjar eru þínar hugmyndir um
álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
SVAR:
Ég hafna alfarið skólagjöldum í grunnnámi og í framhaldsnámi í raunvísindum,
heilbrigðisvísindum og hugvísindum. Hófleg skólagjöld gætu þó átt við í
framhaldsnámi í félagsvísindum sem eru í innlendu samkeppnisumhverfi enda
hafa bæði Viðskipta- og hagfræðideild og Lagadeild farið fram á slíka
heimild. Skólagjöld eiga hins vegar alls ekki við í framhaldsnámi í
raunvísindum og heilbrigðisvísindum enda er framhaldsnámi þar háttað á allt
annað veg. Sama máli gegnir um framhaldsnám í hugvísindum en skólagjöld þar
eru alls ekki skynsamleg. Ég mun þvert á móti beita mér fyrir því að byggja
upp styrkjakerfi fyrir nemendur í öllu framhaldsnámi.
Skólagjöld eru að mínu mati ekki þáttur í umræðu um fjárhagsstöðu skólans
heldur er meginmálið að fá jafnmikið fjármagn til háskólastigins og varið er
til þess málaflokks á öðrum Norðurlöndum.
2. Tala framhaldsnema við Háskóla Íslands hefur margfaldast á undanförnum
árum og rannsóknir við skólann hafa aukist að sama skapi. Á hinn bóginn
hafa fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess
ekki fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
SVAR:
Háskólinn á framar öllu að vera rannsóknaháskóli. Í því er sérstaða hans
hérlendis fólgin auk þess sem hann er þjóðskóli, háskóli þjóðarinnar allrar.
Vitanlega þarf aukið framlag frá ríkisvaldinu í samræmi við nemendafjölda.
Ég vil auka rannsóknir, m.a. með því að Háskólinn fái meira fé beint til
rannsókna auk þess að auka fjármagn í Rannsóknasjóð. Gera á sérstakan
samning við ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög um stuðning
við meistaranámið. Ég vil aðstoða akademíska starfsmenn sérstaklega við
rannsóknir, ekki hvað síst í upphafi ferils þeirra.
Ég vil að Háskólinn verði sem virkastur í opinberri rannsóknastefnu og sem
flestar rannsóknastofnanir verði á háskólasvæðinu. Rannsóknamatskerfi
Háskóla Íslands á að gilda fyrir alla háskóla hérlendis. Ég vil gera
árangurstengdan rannsóknasamning við ríkisvaldið og að unnið verði þar eftir
sérstöku reiknilíkani. Samstarf við fyrirtæki um rannsóknir verði stóraukið.
Ég vil að gerðir verði þrír fjárhagslegir samningar við ríkisvaldið,
þ.e.a.s. um kennslu í grunnnámi, um kennslu í framhaldsnámi og um
rannsóknir.
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er
mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er eftirlit
með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og
áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en
talsvert skortir á að farið sé eftir þeim. Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
SVAR:
Unnið hefur verið að gerð gæðakerfis í framhaldsnámi í Háskóla Íslands, bæði
fyrir meistaranám og doktorsnám. Þetta gæðakerfi byggir á umræðu innan
skólans, á Háskólafundum og innan deilda, þar sem gerðar eru sömu kröfur og
til sambærilegs náms og er í nágrannalöndunum.
Ég mun beita mér fyrir góðu regluverki á þessu sviði og að farið verði eftir
því. Ég mun veita þessu máli það aðhald sem þarf til. Jafnframt er brýnt að
samræmt eftirlits- og gæðakerfi gildi fyrir allt framhaldsnám hérlendis
þannig að vandað gæða- og eftirlitskerfi í framhaldsnámi taki ekki einungis
til Háskóla Íslands heldur einnig til allra háskóla hérlendis. Það á að
ríkja jafnræði milli háskóla hérlendis í mati á gæðum, kennslu og rannsóknum
enda fjármagnar ríkisvaldið alla skólana að stórum hluta með sköttum
almennings.
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er
nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
SVAR:
Ég tek undir með ykkur um mikilvægi þess að fólk geti starfað í Háskóla
Íslands við rannsóknir eftir framhaldsnám. Hinn nýi doktorsnámssjóður
Háskólasjóðs Eimskips mun styrkja framhaldsnámið verulega og mikilvægt er að
fleiri komi í kjölfarið með þannig fjárframlög. Rannís er að byggja um
stoðkerfi fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi og brýnt er að það verði
eflt jafnframt því að deildir fái meira fjármagn beint til að geta ráðið
fleiri unga vísindamenn. Ef Háskólinn fær meira fjármagn verður þetta hægt í
mun meira mæli en nú er.
Ég mun einnig, ef ég næ kjöri sem rektor, fara í viðræður við stjórnvöld um
að fyrirtæki fái skattaívilnanir ef þau styrkja rannsóknir og kennslu á
háskólastigi. Ég var upphafsmaður að slíkum tillögum fyrir nokkrum árum til
að efla menningu og vísindi. Slíkar skattaívilnanir eru algengar í
nágrannalöndunum og brýnt er að sama fyrirkomulag verði innleitt hérlendis.
Slíkt myndi jafnframt auðvelda ungum vísindamönnum að fá starf í
háskólaumhverfinu.
Ég leyfi mér að lokum jafnframt að vísa á heimasíðu mína vegna
rektorskosninganna en slóðin er www.agust.is/
Bestu kveðjur,
Ágúst Einarsson
======================
mánudagur, febrúar 21
Svar Einars Stefánssonar
Sæll Snorri Páll,
Takk fyrir góðar spurningar um rannsóknatengda framhaldsnámið.
Ég legg megináherslu á það markmið að byggja hér upp alþjóðlega
samkeppnishæfan rannsóknaháskóla með vísindanámi sem er í fremstu röð á
alþjóðavettvangi. Rannsóknatengda framhaldsnámið er hjarta slíks skóla.
1. Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
Ég er alfarið á móti skólagjöldum og alveg sérstaklega í rannsóknatengda
framhaldsnáminu. Skólagjöld í rannsóknatengdu framhaldsnámi myndu leggja í
rúst þennan vaxtarbrodd HÍ.
Þessi umræða byggist á misskilningi, enda byrjaði hún út frá hugmyndum um
framhaldsnám í viðskiptafræði. Meistara- og doktorsnemar í rannsóknatengdu
framhaldsnámi eru víðast undanþegnir skólagjöldum, meira að segja í löndum
eins og Bandaríkjunum. Hvergi eru lögð skólagjöld sérstaklega á
framhaldsnám.
Íslendingar leggja helmingi minna til háskóla en Danir og Finnar. Við
eigum að jafna þann mun af skattfé en ekki með álögum á nemendur.
2. Tala framhaldsnema við HÍ hefur margfaldast á undanförnum árum og
rannsóknir við skólann hafa aukist að sama skapi. Á hinn bóginn hafa
fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess
ekki
fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
Fjárskortur HÍ kemur aðallega fram í litlum fjárveitingum til rannsókna.
Auknar fjárveitingar til skólans hljóta að koma fyrst og fremst
rannsóknastarfseminni og rannsóknatengda náminu til góða. HÍ hefur minna
en helming þess fjár sem sambærilegir háskólar í nágrannalöndum fá.
Mikilvægasta spurningin er hvernig og á hvaða forsendum getum við sótt fé
í greipar stjórnvöldum. Besta forsendan er að Ísland þarf alþjóðlega
samkeppnishæfan rannsóknaháskóla til þess að haldast í fremstu röð þjóða
og HÍ er besti grundvöllur slíkrar stofnunar á Íslandi. Það er því
skynsamlegt fyrir íslenska þjóð að efla HÍ.
Ég vil útdeild rannsóknafé á grundvelli jafningjamats og ekki miða við
kennslufjárveitingar né nota pólítíska skiptingu milli skóla. Rannsóknafé
á að fara þangað sem það er best nýtt, ekki endilega þangað sem flestir
nemar eru í grunnnámi eða þeirra skóla sem alþingismenn elska.
Háskólasjóður Eimskips (1500 milljónir) mun bæta hag rannsóknanema
gríðarlega og markar þá braut sem við eigum að fara.
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er
mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er
eftirlit
með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og
áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en
talsvert skortir á að farið sé eftir þeim. Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
Stjórn skólans verður að taka mið af markmiðum sínum og metnaði. Markmið
um alþjóðlega samkeppnishæfan rannsóknaháskóla krefst gæðaeftirlits, sem
tryggir að vísindanám við skólann standist alþjóðlegar kröfur og sé í
fremstu röð. Meistara- og doktorsnemar eiga að birta niðurstöður í
alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.
Ég átti þátt í að setja reglur Læknadeildar um doktorsnám fyrir 10 árum,
og leiðbeindi reyndar fyrsta doktornum sem útskrifaðist eftir þeim reglum.
Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar heldur uppi nákvæmu og virku gæðaeftirliti
í upphafi, miðbik og lok námsins, og horfir yfir öxl doktors- og
meistaranefndanna til að halda uppi alþjóðlegum staðli. Rannsóknanám í
fremstu röð krefst rannsóknastarfsemi í heimsklassa. Þetta er spurning um
metnað.
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er
nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Til þess að HÍ geti keppt á jafnréttisgrundvelli við háskólana í
nágrannalöndunum þarf að 2-3 falda fjárveitingar til skólans og megnið af
því færi til uppbyggingar á rannsóknum og rannsóknanámi. Hluti að því er
aðstoðarmannakerfi fyrir framhaldsnema og stöður yngri vísindamanna (post-
doc.). Við eigum að fara að fyrirmynd bestu rannsóknaháskóla í heiminum og
slíkar stöður fyrir yngri vísindamenn eru lykilatriði í styrk þeirra
stofnana. Alþjóðlega samkeppnishæfur rannsóknaháskóli verður að byggjast á
sambærilegum aðstæðum, fjárhag og mannafla og bestu háskólar í okkar
heimshluta.
Ég þakka fyrir spurningarnar.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu minni www.einarstefansson.is sem
opnar á morgun.
Bestu kveðjur,
Einar Stefánsson
Takk fyrir góðar spurningar um rannsóknatengda framhaldsnámið.
Ég legg megináherslu á það markmið að byggja hér upp alþjóðlega
samkeppnishæfan rannsóknaháskóla með vísindanámi sem er í fremstu röð á
alþjóðavettvangi. Rannsóknatengda framhaldsnámið er hjarta slíks skóla.
1. Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
Ég er alfarið á móti skólagjöldum og alveg sérstaklega í rannsóknatengda
framhaldsnáminu. Skólagjöld í rannsóknatengdu framhaldsnámi myndu leggja í
rúst þennan vaxtarbrodd HÍ.
Þessi umræða byggist á misskilningi, enda byrjaði hún út frá hugmyndum um
framhaldsnám í viðskiptafræði. Meistara- og doktorsnemar í rannsóknatengdu
framhaldsnámi eru víðast undanþegnir skólagjöldum, meira að segja í löndum
eins og Bandaríkjunum. Hvergi eru lögð skólagjöld sérstaklega á
framhaldsnám.
Íslendingar leggja helmingi minna til háskóla en Danir og Finnar. Við
eigum að jafna þann mun af skattfé en ekki með álögum á nemendur.
2. Tala framhaldsnema við HÍ hefur margfaldast á undanförnum árum og
rannsóknir við skólann hafa aukist að sama skapi. Á hinn bóginn hafa
fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess
ekki
fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
Fjárskortur HÍ kemur aðallega fram í litlum fjárveitingum til rannsókna.
Auknar fjárveitingar til skólans hljóta að koma fyrst og fremst
rannsóknastarfseminni og rannsóknatengda náminu til góða. HÍ hefur minna
en helming þess fjár sem sambærilegir háskólar í nágrannalöndum fá.
Mikilvægasta spurningin er hvernig og á hvaða forsendum getum við sótt fé
í greipar stjórnvöldum. Besta forsendan er að Ísland þarf alþjóðlega
samkeppnishæfan rannsóknaháskóla til þess að haldast í fremstu röð þjóða
og HÍ er besti grundvöllur slíkrar stofnunar á Íslandi. Það er því
skynsamlegt fyrir íslenska þjóð að efla HÍ.
Ég vil útdeild rannsóknafé á grundvelli jafningjamats og ekki miða við
kennslufjárveitingar né nota pólítíska skiptingu milli skóla. Rannsóknafé
á að fara þangað sem það er best nýtt, ekki endilega þangað sem flestir
nemar eru í grunnnámi eða þeirra skóla sem alþingismenn elska.
Háskólasjóður Eimskips (1500 milljónir) mun bæta hag rannsóknanema
gríðarlega og markar þá braut sem við eigum að fara.
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er
mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er
eftirlit
með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og
áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en
talsvert skortir á að farið sé eftir þeim. Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
Stjórn skólans verður að taka mið af markmiðum sínum og metnaði. Markmið
um alþjóðlega samkeppnishæfan rannsóknaháskóla krefst gæðaeftirlits, sem
tryggir að vísindanám við skólann standist alþjóðlegar kröfur og sé í
fremstu röð. Meistara- og doktorsnemar eiga að birta niðurstöður í
alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.
Ég átti þátt í að setja reglur Læknadeildar um doktorsnám fyrir 10 árum,
og leiðbeindi reyndar fyrsta doktornum sem útskrifaðist eftir þeim reglum.
Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar heldur uppi nákvæmu og virku gæðaeftirliti
í upphafi, miðbik og lok námsins, og horfir yfir öxl doktors- og
meistaranefndanna til að halda uppi alþjóðlegum staðli. Rannsóknanám í
fremstu röð krefst rannsóknastarfsemi í heimsklassa. Þetta er spurning um
metnað.
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er
nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Til þess að HÍ geti keppt á jafnréttisgrundvelli við háskólana í
nágrannalöndunum þarf að 2-3 falda fjárveitingar til skólans og megnið af
því færi til uppbyggingar á rannsóknum og rannsóknanámi. Hluti að því er
aðstoðarmannakerfi fyrir framhaldsnema og stöður yngri vísindamanna (post-
doc.). Við eigum að fara að fyrirmynd bestu rannsóknaháskóla í heiminum og
slíkar stöður fyrir yngri vísindamenn eru lykilatriði í styrk þeirra
stofnana. Alþjóðlega samkeppnishæfur rannsóknaháskóli verður að byggjast á
sambærilegum aðstæðum, fjárhag og mannafla og bestu háskólar í okkar
heimshluta.
Ég þakka fyrir spurningarnar.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu minni www.einarstefansson.is sem
opnar á morgun.
Bestu kveðjur,
Einar Stefánsson
Svar Kristínar Ingólfdóttur
Komdu sæll Snorri Páll,
Þakka þér fyrir að leggja fram spurningar um framhaldsnám við Háskóla
Íslands. Það er hárrétt sem kemur fram í inngangi þínum að framhaldsnemar
leggja jafnan drjúgan skerf til vísindastarfs í háskólum undir leiðsögn
kennara. Ég tel eitt mikilvægasta verkefni Háskóla Íslands vera að skerpa
betur á hlutverki sínu sem rannsóknarháskóli og til þess að svo megi verða
er brýnt að styrkja framhaldsnámið. Mér er því ljúft að svara spurningum
þínum.
1. Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
Ég tel ekki að horfa eigi til skólagjalda til að leysa fjárhagsvanda HÍ,
hvort heldur í grunn- eða framhaldsnámi. Ég tel það vera lykilatriði fyrir
íslenskt þjóðfélag að eiga sterkan þjóðskóla þar sem allir, sem hafa vilja
og getu, geti menntað sig án tillits til efnahags. Það má ekki gleymast að
nemendur leggja talsvert af mörkum fjárhagslega nú þegar til að geta stundað
háskólanám, ekki síst fjölskyldufólk. Það verður jafnframt að hafa í huga
að upptaka skólagjalda kallar á aukin útgjöld ríkisins, bæði á formi beinna
framlaga til lánasjóðs og á formi niðurgreiddra vaxta vegna endurgreiðslu.
Í löndum þar sem skólagjöld hafa verið lögð á, hefur framlag ríkisins nær
undantekningalaust lækkað og skólagjöld að sama skapi smám saman hækkað.
Það er því við því að búast að slíkt gerðist hér, og Þótt skólagjöld yrðu í
upphafi tiltölulega hófleg, óttast ég að svo yrði ekki lengi. Það er líka
rétt að hafa í huga að fjárframlag til Háskóla Íslands er miklu lægra en
framlög til sambærilegra háskóla í nágrannalöndum. Á meðan fjárframlög til
skólans eru ekki samanburðarhæf við framlög í nágrannalöndum, megum við ekki
eiga á hættu að þau lækki enn frekar. Háskóli Íslands hefur lagt mikið af
mörkum til samfélagsins fyrir tiltölulega lítið fé.
2. Tala framhaldsnema við HÍ hefur margfaldast á undanförnum árum og
rannsóknir við skólann hafa aukist að sama skapi. Á hinn bóginn hafa
fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess ekki
fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
Langmikilvægasta hagsmunamálið að mínu mati er að framhaldsnemar geti
stundað námið sem fulla og launaða vinnu. Þegar stefna um eflingu
framhaldsnáms við HÍ var samþykkt, var gert ráð fyrir að opinbert
fjárframlagt til rannsókna yrði jafnhátt fjárframlagi til kennslu. Þetta
hefur ekki gengið eftir, og í stað þess að hlutfallið sé 1:1, er
rannsóknaframlag nú einungis 46% af framlagi til kennslu. HÍ hefur því
framfylgt stefnu sem vissulega hefur heppnast hvað varðar fjölgun stúdenta
og árangur í rannsóknum, en fjárframlag hefur ekki fylgt eftir. Árangurinn
sem náðst hefur er tilkominn vegna áræðni og dugnaðar bæði kennara og
stúdenta, en nú er úrræða þörf án tafar því ekki verður lengra gengið á
þessari braut án þess að til komi auknir fjármunir. Það fylgir mikil ábyrgð
því fyrir leiðbeinendur að taka að sér doktorsnema, bæði faglega og
fjárhagslega. Það er alveg ljóst að óöryggi í fjármálum getur leitt til
þess að hæfir kennarar veigri sér við að taka doktorsnema.
Við verðum að kynna rannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám við háskólann
miklu betur. Jafnframt verðum við að sækja markvisst á fjárvetingavaldið og
sannfæra það um arðsemi þessarar starfsemi fyrir samfélagið og nauðsyn þess
að hefja nýja sókn með Háskóla Íslands í fararbroddi. Ég trúi því að það
takist.
Með hækkuðu rannsóknaframlagi getum við aukið fjárframlag til deilda vegna
framhaldsnáms og styrkt aðstöðu og fjölgað námskeiðum á framhaldsstigi.
Ennfremur yrði kleift að auka fjárveitingar til Rannsóknasjóðs HÍ, en í hann
geta leiðbeinendur sótt um launakostnað vegna framhaldsnema. Ekki má svo
gleyma nýgerðum samningi sem Páll Skúlason rektor hefur haft forgöngu um,
þ.e. að nýta megi arðgreiðslur af Háskólasjóði Eimskipafélagsins til
eflingar framhaldsnáms. Þetta er ómetanleg lyftilstöng fyrir framhaldsnám
við HÍ. Með tilkomu Háskólatorgs, sem verið er að fjármagna um þessar
mundir, mun aðstaða framhaldsnema einnig batna svo um munar.
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er
mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er eftirlit
með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og
áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en
talsvert skortir á að farið sé eftir þeim. Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
Það er dagljóst að ef við viljum halda úti framhaldsnámi á heimsmælikvarða
verðum við að gera mjög skýrar og strangar gæðakröfur. Við þurfum að gera
kröfur til skólans, við þurfum að gera kröfur til kennara og við þurfum að
gera kröfur til nemenda. Ég tel mjög mikið í húfi og mun því beita mér af
krafti fyrir því að skólinn fylgi sínum markmiðum að þessu leyti.
Mikilvægur liður í þessu er einnig það sem ég nefndi hér að framan,
þ.e.a.s. að framhaldsnemendur geti stundað námið sem fulla vinnu. Með því
skapast nauðsynlegur agi og festa, bæði fyrir skólann og fyrir nemendur. Það
má í raun segja að samfélagið hafi ekki efni á öðru en leggja fram það fé
sem til þarf. Við erum að byggja hratt upp íslenskt þekkingarsamfélag og þar
er nauðsynlegt að setja markið hátt.
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er
nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Framsýnn háskóli verður að huga að nýliðun og ég tel víst að með batnandi
fjárhag geti Háskóli íslands ráðið fleira vel menntað fólk til starfa við
kennslu og akademískar rannsóknir. Háskólinn þarf líka að vera vakandi
fyrir möguleikum til þess að setja upp fleiri rannsóknarverkefni í tengslum
við íslenskt atvinnulíf.
Þakka þér fyrir að leggja fram spurningar um framhaldsnám við Háskóla
Íslands. Það er hárrétt sem kemur fram í inngangi þínum að framhaldsnemar
leggja jafnan drjúgan skerf til vísindastarfs í háskólum undir leiðsögn
kennara. Ég tel eitt mikilvægasta verkefni Háskóla Íslands vera að skerpa
betur á hlutverki sínu sem rannsóknarháskóli og til þess að svo megi verða
er brýnt að styrkja framhaldsnámið. Mér er því ljúft að svara spurningum
þínum.
1. Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
Ég tel ekki að horfa eigi til skólagjalda til að leysa fjárhagsvanda HÍ,
hvort heldur í grunn- eða framhaldsnámi. Ég tel það vera lykilatriði fyrir
íslenskt þjóðfélag að eiga sterkan þjóðskóla þar sem allir, sem hafa vilja
og getu, geti menntað sig án tillits til efnahags. Það má ekki gleymast að
nemendur leggja talsvert af mörkum fjárhagslega nú þegar til að geta stundað
háskólanám, ekki síst fjölskyldufólk. Það verður jafnframt að hafa í huga
að upptaka skólagjalda kallar á aukin útgjöld ríkisins, bæði á formi beinna
framlaga til lánasjóðs og á formi niðurgreiddra vaxta vegna endurgreiðslu.
Í löndum þar sem skólagjöld hafa verið lögð á, hefur framlag ríkisins nær
undantekningalaust lækkað og skólagjöld að sama skapi smám saman hækkað.
Það er því við því að búast að slíkt gerðist hér, og Þótt skólagjöld yrðu í
upphafi tiltölulega hófleg, óttast ég að svo yrði ekki lengi. Það er líka
rétt að hafa í huga að fjárframlag til Háskóla Íslands er miklu lægra en
framlög til sambærilegra háskóla í nágrannalöndum. Á meðan fjárframlög til
skólans eru ekki samanburðarhæf við framlög í nágrannalöndum, megum við ekki
eiga á hættu að þau lækki enn frekar. Háskóli Íslands hefur lagt mikið af
mörkum til samfélagsins fyrir tiltölulega lítið fé.
2. Tala framhaldsnema við HÍ hefur margfaldast á undanförnum árum og
rannsóknir við skólann hafa aukist að sama skapi. Á hinn bóginn hafa
fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess ekki
fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
Langmikilvægasta hagsmunamálið að mínu mati er að framhaldsnemar geti
stundað námið sem fulla og launaða vinnu. Þegar stefna um eflingu
framhaldsnáms við HÍ var samþykkt, var gert ráð fyrir að opinbert
fjárframlagt til rannsókna yrði jafnhátt fjárframlagi til kennslu. Þetta
hefur ekki gengið eftir, og í stað þess að hlutfallið sé 1:1, er
rannsóknaframlag nú einungis 46% af framlagi til kennslu. HÍ hefur því
framfylgt stefnu sem vissulega hefur heppnast hvað varðar fjölgun stúdenta
og árangur í rannsóknum, en fjárframlag hefur ekki fylgt eftir. Árangurinn
sem náðst hefur er tilkominn vegna áræðni og dugnaðar bæði kennara og
stúdenta, en nú er úrræða þörf án tafar því ekki verður lengra gengið á
þessari braut án þess að til komi auknir fjármunir. Það fylgir mikil ábyrgð
því fyrir leiðbeinendur að taka að sér doktorsnema, bæði faglega og
fjárhagslega. Það er alveg ljóst að óöryggi í fjármálum getur leitt til
þess að hæfir kennarar veigri sér við að taka doktorsnema.
Við verðum að kynna rannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám við háskólann
miklu betur. Jafnframt verðum við að sækja markvisst á fjárvetingavaldið og
sannfæra það um arðsemi þessarar starfsemi fyrir samfélagið og nauðsyn þess
að hefja nýja sókn með Háskóla Íslands í fararbroddi. Ég trúi því að það
takist.
Með hækkuðu rannsóknaframlagi getum við aukið fjárframlag til deilda vegna
framhaldsnáms og styrkt aðstöðu og fjölgað námskeiðum á framhaldsstigi.
Ennfremur yrði kleift að auka fjárveitingar til Rannsóknasjóðs HÍ, en í hann
geta leiðbeinendur sótt um launakostnað vegna framhaldsnema. Ekki má svo
gleyma nýgerðum samningi sem Páll Skúlason rektor hefur haft forgöngu um,
þ.e. að nýta megi arðgreiðslur af Háskólasjóði Eimskipafélagsins til
eflingar framhaldsnáms. Þetta er ómetanleg lyftilstöng fyrir framhaldsnám
við HÍ. Með tilkomu Háskólatorgs, sem verið er að fjármagna um þessar
mundir, mun aðstaða framhaldsnema einnig batna svo um munar.
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er
mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er eftirlit
með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og
áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en
talsvert skortir á að farið sé eftir þeim. Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
Það er dagljóst að ef við viljum halda úti framhaldsnámi á heimsmælikvarða
verðum við að gera mjög skýrar og strangar gæðakröfur. Við þurfum að gera
kröfur til skólans, við þurfum að gera kröfur til kennara og við þurfum að
gera kröfur til nemenda. Ég tel mjög mikið í húfi og mun því beita mér af
krafti fyrir því að skólinn fylgi sínum markmiðum að þessu leyti.
Mikilvægur liður í þessu er einnig það sem ég nefndi hér að framan,
þ.e.a.s. að framhaldsnemendur geti stundað námið sem fulla vinnu. Með því
skapast nauðsynlegur agi og festa, bæði fyrir skólann og fyrir nemendur. Það
má í raun segja að samfélagið hafi ekki efni á öðru en leggja fram það fé
sem til þarf. Við erum að byggja hratt upp íslenskt þekkingarsamfélag og þar
er nauðsynlegt að setja markið hátt.
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er
nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Framsýnn háskóli verður að huga að nýliðun og ég tel víst að með batnandi
fjárhag geti Háskóli íslands ráðið fleira vel menntað fólk til starfa við
kennslu og akademískar rannsóknir. Háskólinn þarf líka að vera vakandi
fyrir möguleikum til þess að setja upp fleiri rannsóknarverkefni í tengslum
við íslenskt atvinnulíf.
Bréf til Rektorsframbjóðenda
Fyrir nokkru sendum við ásamt framhaldsnemum við Læknadeild út Bréf til Rektorsframbjóðenda. Við höfum fengið svör frá þremur af fjórum frambjóðendum.
Hér kemur bréfið:
Til frambjóðenda til rektorskjörs við Háskóla Íslands
Það er til siðs í hátíðarræðum að vísa til framhaldsnáms sem helsta vaxtarbrodds Háskóla Íslands og á heimasíðu skólans segir um framhaldsnám: “Háskóli Íslands er traustur og viðurkenndur rannsóknaháskóli í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Einn helsti þáttur í starfi Háskólans er rannsóknatengt framhaldsnám til meistara og doktorsnáms”. Til marks um árangur er gjarnan tekið fram að framhaldsnemum við skólann hafi fjölgað mjög á undanförnum árum. Hinsvegar er það svo að fjölgun framhaldsnema, ein og sér, dugar ekki til viðurkenningar í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi. Við alþjóðlega viðurkennda háskóla hvílir rannsóknavinna á herðum framhaldsnema sem þar stunda sitt nám undir leiðsögn prófessora skólanna. Vinnuframlag þeirra er þannig ómetanlegt öllu vísindastarfi slíkra skóla.
Framhaldsnemar hafa hingað til lítið tjáð sig um eigin málefni á opinberum vettvangi, til að bæta úr þessu æskjum við þess að frambjóðendur svari eftirfarandi spurningum hér á HI-starf og vonum að hér geti farið fram almenn umræða um stöðu framhaldsnáms við Háskóla Íslands.
1. Umræða um að setja beri skólagjöld á nemendur við Háskóla Íslands skýtur upp kollinum með reglulegu millibili. Framhaldsnemar eru margir byrjaðir að stofna fjölskyldu og koma sér þaki yfir höfuðið. Þeir eru í mörgum tilfellum starfsmenn stofnana háskólans og fá sumir greidd laun af styrkjum, aðrir taka námslán, sumir taka að sér kennslu með námi en langflestir búa þeir við viðkvæman fjárhag. Auk þess er fjármagn til verkefna oft á tíðum ekki tryggt fyrirfram og við þekkjum dæmi þess að nemar hafi þurft að hverfa úr námi vegna þess að styrkir hafa brugðist.
Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
2. Tala framhaldsnema við Háskóla Íslands hefur margfaldast á undanförnum árum og rannsóknir við skólann hafa aukist að sama. Á hinn bóginn hafa fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess ekki fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er eftirlit með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en talsvert skortir á að farið sé eftir þeim.
Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Virðingarfyllst,
Framhaldsnemar við Læknadeild og Líffræðiskor Háskóla Íslands.
Hér kemur bréfið:
Til frambjóðenda til rektorskjörs við Háskóla Íslands
Það er til siðs í hátíðarræðum að vísa til framhaldsnáms sem helsta vaxtarbrodds Háskóla Íslands og á heimasíðu skólans segir um framhaldsnám: “Háskóli Íslands er traustur og viðurkenndur rannsóknaháskóli í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Einn helsti þáttur í starfi Háskólans er rannsóknatengt framhaldsnám til meistara og doktorsnáms”. Til marks um árangur er gjarnan tekið fram að framhaldsnemum við skólann hafi fjölgað mjög á undanförnum árum. Hinsvegar er það svo að fjölgun framhaldsnema, ein og sér, dugar ekki til viðurkenningar í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi. Við alþjóðlega viðurkennda háskóla hvílir rannsóknavinna á herðum framhaldsnema sem þar stunda sitt nám undir leiðsögn prófessora skólanna. Vinnuframlag þeirra er þannig ómetanlegt öllu vísindastarfi slíkra skóla.
Framhaldsnemar hafa hingað til lítið tjáð sig um eigin málefni á opinberum vettvangi, til að bæta úr þessu æskjum við þess að frambjóðendur svari eftirfarandi spurningum hér á HI-starf og vonum að hér geti farið fram almenn umræða um stöðu framhaldsnáms við Háskóla Íslands.
1. Umræða um að setja beri skólagjöld á nemendur við Háskóla Íslands skýtur upp kollinum með reglulegu millibili. Framhaldsnemar eru margir byrjaðir að stofna fjölskyldu og koma sér þaki yfir höfuðið. Þeir eru í mörgum tilfellum starfsmenn stofnana háskólans og fá sumir greidd laun af styrkjum, aðrir taka námslán, sumir taka að sér kennslu með námi en langflestir búa þeir við viðkvæman fjárhag. Auk þess er fjármagn til verkefna oft á tíðum ekki tryggt fyrirfram og við þekkjum dæmi þess að nemar hafi þurft að hverfa úr námi vegna þess að styrkir hafa brugðist.
Hverjar eru þínar hugmyndir um álagningu skólagjalda á framhaldsnema?
2. Tala framhaldsnema við Háskóla Íslands hefur margfaldast á undanförnum árum og rannsóknir við skólann hafa aukist að sama. Á hinn bóginn hafa fjárveitingar til framhaldsnáms og bættar aðstæður til ástundunar þess ekki fylgt þessari þróun eftir. Hvernig telur þú að megi bæta þar úr?
3. Til að vel takist til með framhaldsnám við hvaða háskóla sem er, er mikilvægt að því sé sinnt af alúð og áhuga. Við Háskóla Íslands er eftirlit með framgangi og gæðum framhaldnáms í mörgum tilfellum lítið sem ekkert og áhugi á úrbótum lætur lítið á sér bera. Reglur hafa verið settar en talsvert skortir á að farið sé eftir þeim.
Hvernig vilt þú bæta úr þessu?
4. Hvaða möguleika telur þú að Háskóli Íslands geti boðið fólki sem er nýútskrifað úr framhaldsnámi til starfa og/eða rannsókna?
Virðingarfyllst,
Framhaldsnemar við Læknadeild og Líffræðiskor Háskóla Íslands.
miðvikudagur, febrúar 16
Skorarfundir
Verð nú að játa það að það er frekar lítið skrifað á þessa síðu og vona ég að umræðan fari að glæðast. Kem nú til með að bæta úr þessu með fréttum af 3 skorarfundum. Dagskráin hefur verið annsi þétt skrifuð hjá mér seinnustu vikurnar og því hafa fréttir af fundunum borist seinnt.
Ýmis málefni hafa verið rædd á þessum fundum sem haldnir voru 25 janúar, 1 og 15 febrúar. Hæst hefur þar borið breytingar á grunnnáminu, ýmis mál sem tengjast starfsemi skorar og námskynning sem haldin verður 27 febrúar.
Vil svo að lokum hvetja fólk til að tjá sig hér á síðuni og koma með líflega umræðu um ýmis mál sem viðkemur framhaldsnáminu (eða ekki það skiptir engu máli bara fá smá líf í hana svo fólk nenni að skoða hana).
Kveðja Þórdís
Ýmis málefni hafa verið rædd á þessum fundum sem haldnir voru 25 janúar, 1 og 15 febrúar. Hæst hefur þar borið breytingar á grunnnáminu, ýmis mál sem tengjast starfsemi skorar og námskynning sem haldin verður 27 febrúar.
Vil svo að lokum hvetja fólk til að tjá sig hér á síðuni og koma með líflega umræðu um ýmis mál sem viðkemur framhaldsnáminu (eða ekki það skiptir engu máli bara fá smá líf í hana svo fólk nenni að skoða hana).
Kveðja Þórdís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)