Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 15 okt kl 1800 í Öskju.
Á dagskrá verða venjubundinn aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á veitingar: öl, sóda og pizzur.
Kjósa þarf nýja stjórn, en einhverjar þreifingar ´
hafa verið í að græja nýtt og gott fólk inn í stjórn :)
Endilega hafið samband (jonasp"at"hafro.is) ef þið hafið einhver
mál sem þið viljið ræða eða kynna sérstaklega á fundinum eða þið hafið áhuga að vera í forsvari fyrir Felix.
Ég sendi svo út formlegt fundarboð fljótlega í emil.
Kveðja Jónas.
fimmtudagur, september 30
mánudagur, september 27
Umræddi skólagjaldapóstur:
Var sent á msn póstlistann, bloggið þjónar nú tilgangi þess.
From: Edda Sigurdís (Original Message) Sent: 9/21/2004 3:19 PM
Sæl og blessuð öll
Heyrði að það hefði verið góð mæting á fundinn síðasta föstudag, leitt að hafa ekki komist. Vonandi kemst ég næst.
Mig langar hins vegar svolítið að ræða þá hugmynd menntamálaráðherra að setja eigi skólagjöld á framhaldsnema. Eins furðulegt og það nú er þá virðast allir vera sáttir við þessa tillögu, að minnsta kosti hefur enginn hreyft mótmælum við henni.
Eins og staðan er í dag þá eru nógu litlir möguleikar á styrkjum fyrir framhaldsnema og ekkert sem bendir til þess að á móti þessum fyrirhuguðu skólagjöldum komi styrkja- eða lánakerfi. Framhaldsnemar sem oft eru að lepja dauðann úr skel hafa takmarkaðan aðgang að LÍN (nema þeir hafi sloppið við að taka lán á BSc náminu) og því miður er Rannsóknanámssjóður ekki nógu öflugur til að styrkja öll þau verkefni sem eru í gangi. Það liggur því í augum uppi að skólagjöld hljóta að draga úr aðsókn nema í framhaldsnám.
Fyrir mína parta þá get ég ekki skilið hvernig Háskóli Íslands, sem vill skilgreina sig sem rannsóknaháskóla, ætlar að geta stundað rannsóknir án þeirra þræla sem eru í framhaldsnámi. Í flestum rannsóknaháskólum eru það framhaldsnemarnir sem í raun halda uppi rannsóknum, doktorsnemarnir sjá oft um leiðbeiningu MSc nema og kennsla í grunnnámi hvílir á báðum þessum hópum. Það skýtur því ansi skökku við þegar það á að takmarka aðgengi að framhaldsnámi á þennan hátt og í raun stórfurðulegt að hvorki nemendur né prófessorar við HÍ hafi mótmælt þessum skólagjaldatilburðum menntamálaráðherra.
Held að við verðum að ræða þetta...
kveðja
Edda
From: Edda Sigurdís (Original Message) Sent: 9/21/2004 3:19 PM
Sæl og blessuð öll
Heyrði að það hefði verið góð mæting á fundinn síðasta föstudag, leitt að hafa ekki komist. Vonandi kemst ég næst.
Mig langar hins vegar svolítið að ræða þá hugmynd menntamálaráðherra að setja eigi skólagjöld á framhaldsnema. Eins furðulegt og það nú er þá virðast allir vera sáttir við þessa tillögu, að minnsta kosti hefur enginn hreyft mótmælum við henni.
Eins og staðan er í dag þá eru nógu litlir möguleikar á styrkjum fyrir framhaldsnema og ekkert sem bendir til þess að á móti þessum fyrirhuguðu skólagjöldum komi styrkja- eða lánakerfi. Framhaldsnemar sem oft eru að lepja dauðann úr skel hafa takmarkaðan aðgang að LÍN (nema þeir hafi sloppið við að taka lán á BSc náminu) og því miður er Rannsóknanámssjóður ekki nógu öflugur til að styrkja öll þau verkefni sem eru í gangi. Það liggur því í augum uppi að skólagjöld hljóta að draga úr aðsókn nema í framhaldsnám.
Fyrir mína parta þá get ég ekki skilið hvernig Háskóli Íslands, sem vill skilgreina sig sem rannsóknaháskóla, ætlar að geta stundað rannsóknir án þeirra þræla sem eru í framhaldsnámi. Í flestum rannsóknaháskólum eru það framhaldsnemarnir sem í raun halda uppi rannsóknum, doktorsnemarnir sjá oft um leiðbeiningu MSc nema og kennsla í grunnnámi hvílir á báðum þessum hópum. Það skýtur því ansi skökku við þegar það á að takmarka aðgengi að framhaldsnámi á þennan hátt og í raun stórfurðulegt að hvorki nemendur né prófessorar við HÍ hafi mótmælt þessum skólagjaldatilburðum menntamálaráðherra.
Held að við verðum að ræða þetta...
kveðja
Edda
fimmtudagur, september 23
Engin skólagjöld
Varðandi póstinn sem kom frá Eddu (Skólagjöld á framhaldsnema) þá er ég svo innilega sammála henni. Mér finnst ekkert réttlæta hækkuð skólagjöld á framhaldsnema. Framhaldsnemar og rannsóknir þeirra er það sem setur raunvísindadeild á hærra plan sem rannsóknarmiðstöð. Ég get ekki ímyndað mér annað en að rannsóknir framhaldsnema séu um 60-70% af öllum þeim rannsóknum sem fara fram á sviði raunvísinda (allaveganna líffræði). Við þurfum að sameinast um að mótmæla þessu það er ekki spurning og jafnvel slást í för með hinum framhaldsnemum Öskju í þessu máli (jarð- umhverfis - og landafræði). Við getum saman staðið sterk sem framhalsnemar í Öskju! Þessir nemendur eru alveg nóg fjársveltir og nýttir sem ódýrt vinnuafl í verklegri kennslu að það þrufi ekki að bæta við háum skólagjöldum.
Kveðja. Marianne
Kveðja. Marianne
miðvikudagur, september 22
Bara rétt aðeins að máta síðuna
Ég sé að Felix mál ganga mun hraðar og betur fyrir sig þegar formaðurinn er ekki á staðnum:) Frábært framtak og vona að þetta virki betur en blessaður Felix póstlistinn. Hann virkaði bara ekki nógu vel. Gaman að fá nýtt fólk inn. Vonandi verður eins góð mæting á næsta fundi.
Annars er ég bara aðeins að spóka mig inn á þessari nýju síðu. Aðeins að prófa fílinginn. Þetta er bara ansi hreint góð síða!
Kær kveðja að Austan Rán
Annars er ég bara aðeins að spóka mig inn á þessari nýju síðu. Aðeins að prófa fílinginn. Þetta er bara ansi hreint góð síða!
Kær kveðja að Austan Rán
þriðjudagur, september 21
Framhaldsnema líffræðiblogg opnar
Hæ hæ og velkomin á síðu þessa sem var sett upp sem spjallvefur fyrir nema í framhaldsnámi í líffræði. Hér er hugmyndin að setja upp tilkynningar um fundi og annan 'hittting' og halda uppi umræðu um mál felixmanna hverju sinni. Hægt er svo að notast við comment kerfið til að ræða þau málefni sem póstuð eru inn.
Þið sem eruð félagsmenn ættuð að hafa fengið notendanafn og lyklorð í tölvupósti og getið því skráð ykkur inn og bloggað að vild, betrumbætt síðuna ofrv.
Ef þú ert framhaldsnemi í líffræði en fékkst ekki tölvupóstinn settu þá nafn og netfang í commentið og þér verður sendur aðgangskóði að síðunni.
Kveðja
Freydís
Þið sem eruð félagsmenn ættuð að hafa fengið notendanafn og lyklorð í tölvupósti og getið því skráð ykkur inn og bloggað að vild, betrumbætt síðuna ofrv.
Ef þú ert framhaldsnemi í líffræði en fékkst ekki tölvupóstinn settu þá nafn og netfang í commentið og þér verður sendur aðgangskóði að síðunni.
Kveðja
Freydís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)