mánudagur, október 24

Fundargerð

Fundur Felix miðvikudaginn 5.október kl.12:20 í stofu N-130 í Öskju
Mættir: Ólafía, Freydís, Jónas, María, Hilmar, Elísabet, Rakel, Guðni, Ingibjörg, Sirrý, Bryndís, Guðbjörg, Bjarki, Katrín, Guðrún, Þórdís og Ester.

Dagskrá fundarinns var þessi:
1. Gamanmál
2. Aðstöðuleysi í Öskju (gömul lumma)
3. Skipulag framhaldsnáms við líffræðiskor

Gamanmál
Freydís kynnti fyrir okkur það sem var á dagskrá í skemmtinefndinni. Það fyrsta sem var á dagskrá var Framhaldsnema Jarðlífsöl sem þegar hefur verið haldið. Einnig voru hugmyndir um að hafa óvissuferð í nóvember.

Aðstöðumál
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um aðstöðumál. Þann hóp skipa Ester, Guðni og Ægir. Þau ætla að kanna aðstöðuna sem er í boði fyrir stúdenta og þrýsta á úrbætur. Byrjað verður á þarfagreiningu. Hugmyndin er að fá skorina til að setja niður á blað hvað talið er lágmarksaðstaða sem leiðbeinandi þarf að skaffa stúdent.

Skipulag náms
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um skipulag framhaldsnáms við Líffræðiskor. Þann hóp skipa: Jónas, Bjarki, Snædís og Ólafía. Markmiðið er að virkja námsnefndina til að fara að fjalla meira um skipulag námsins í stað þess að einblína bara á að fara yfir umsóknir. Hvetja til þróunar á fleiri kúrsum fyrir framhaldsnema.

Samþykkt var að formaður Felix myndi leggja fyrirspurn til skorarformans um peningamálin. Það þarf að fá á hreint að þeir pengingar sem skorin fær fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema fari í rekstur framhaldsnámsins en ekki í grunnnámið.

Ennig var rætt um það hvort ekki væri sniðugt að fá einn kennara til að vera trúnaðarmann framhaldsnema. Það vantar tilfinnalega einhvern sem framhaldsnemar geta leitað til þegar ágreingur rís milli nemenda og leiðbeinanda. Það er líka nauðsynlegt að það sé eitthver innan skorarinnar sem er inní þeim reglum háskólans sem snúa að framhaldsnemum.

Fyrir hönd stjórnar,
Ólafía Lárusdóttir

Engin ummæli: