laugardagur, október 23

Fréttir af lesaðstöðu

Sæl öllsömul
Eins og þið vitið flest þá fórum við Þórdís í að koma einhverju skipulagi á lesaðstöðumálin, það er að segja að setja einhverjar reglur fyrir BS nema til að fara eftir og að merkja borðin vel og vandlega. Öll borðin í aðstöðunni hafa nú númer og settum við mynd við innganginn af öllum borðum og númerum þeirra. Við hliðiná þessum lista er síðan listi yfir þá 20 framhaldsnema sem eiga borð í herberginu ásamt nafn leiðbeinanda. Jafnframt þessu þá settum við tilkynningum á hvert borð þess efnis að BS nemendum væri óheimilt að eigna sér borð og þarmeð teppa fyrir öðrum BS nemum sem hafa áhuga á að nýta sér lesherbergið. Við gáfum þeim 2 vikur (til 5.nóv) til að taka dótið sitt af borðunum, annars yrði dótið þeirra fjarlægt. Allir BS nemar eiga rétt á að lesa við þessi 12 borð sem eru laus í herberginu og alls ekki ásættanlegt að fólk sé farið að hóta handrukkaraaðferðum ef að aðrir BS nemar dirfast að setjast við borðið. Á bókasafninu á hæðinni fyrir neðan eru alls 28 lespláss, sem var mun meira en ég hefði þorað að vona. Þegar ég kíkti þangað í gærdag þá voru aðeins 2 nemendur að lesa þar í þessum 28 lesplássum. Þannig að það eru nú ekki bara við (framhaldsnemar) sem að erum ekki að fullnýta lesaðstöðuna okkar. Hafa ber þó í huga að þessi 28 lespláss á bókasafninu eru misgóð og á að deila með BS nemum landafræði. Mér hefur heyrst allir taka mjög vel í það að koma skipulagi á þetta, sumir vilja bara hreinlega harðlæsa herberginu strax og aðrir vilja deila þessu til hins ítrasta með BS nemum. Vonandi er þetta einhver millivegur. Við ætlum allaveganna að sjá til næstu 2 vikurnar og sjá hvort að BS nemarnir sem hafa hertekið borð láti ekki af slíkum fyrirætlunum og fjarlægi dótið sitt. Þvímiður eru tímarnir á Grensás liðnir, ég veit nú samt ekki hvort að það var betra. Þar var lesaðstaðan ekki svo góð og þeir sem voru ákveðnastir tóku sér borðpláss sem þeir vörðu dyggilega fyrir yngri nemendum með kjafti og klóm. En nóg um það, takk fyrir frábær viðbrögð ykkar :-)
Bestu kveðjur. Maja.

Engin ummæli: