sunnudagur, október 10

Fréttir af kynningu fyrir BS nemendur

Sæl öllsömul :-)
Síðasta fimmtudag héldum við (ég, Ester, Jónas og Snædís) kynningu að loknum vinnudags fyrir BS nemendur sem að hafa áhuga á að hefja framhaldsnám. Við renndum í raun blint í sjóinn og vissum ekki hversu margir myndu koma, og yfirhöfuð að einhver kæmi. En raunin var sú að margir nemendur af 3 og 2 ári mættu, á að gíska 13-15 manns sem var mun meira en við bjuggumst við. Við höfðum harðsoðið kynningu á Power point formi sem síðar umræddir nemendur báðu um að fá til að setja á heimasíðu Haxa. Það er í athugun af okkar hálfu. Kynningin stóð yfir í eina og hálfa klukkustund og höfðu nemendur margar spurningar sem að þau höfðu ekki getað spurt kennara að. Sú umræða kom upp að mikilvægt væri að nemendur kynntu sér ólíka leiðbeinendur vel áður en að þau ákveddu að fara í nám. Við sögðum þeim að framhaldsnemar (Felix fólk) myndu örugglega aðspurðir veita grunnupplýsingar um reynslu af sínum leiðbeinanda. Og við hvöttum þau til að leita til Bjarkar til að fá upplýsingar um hvaða leiðbeinandi væri með hvaða framhaldsnema ef að þau hafa áhuga á því að freista þess að fá upplýsingar. Vonandi takið þið vel í það ef einhver BS nemandinn leitar ykkur upp í leit að upplýsingum. Í heildina tekið voru þau mjög ánægð með að fá kynningu og óskuðu eftir því að svona kynning yrði árlegur viðburður, þar sem að Haxi og Felix standa sameiginlega að svona fundi. Það er því í hendi annarra styttra kominna framhaldsnema að taka þetta að sér að ári liðnu :-)
Kveðja, Maja.

Engin ummæli: