föstudagur, mars 2

It's a life!!

Sæl og velkomin aftur á bloggið okkar.

Hér munu tilkynningar berast í framtíðinni sem snerta málefni okkar framhaldsnema.

Þið eigið að hafa fengið tölvupóst um könnun sem hefur verið dreift meðal ykkar, endilega tjékkið á honum.

Könnun þessi er hluti af vinnu starfshóps sem hefur verið að grafa upp upplýsingar um réttindamál framhaldsnema í líffræði. Hópurinn hefur verið að vinna núna undanfarna daga og er komin nokkuð áleiðis. Þar er hægt að nefna bréf sem okkur barst frá öryggisnefnd HÍ sem ég skal birta hér á vefsíðunni. Vinnan heldur áfram og verður haldinn fundur hjá hópnum næst á mánudaginn. Fljótlega eftir það er hugmyndin síðan að halda sameiginlegan fund þar sem allir framhaldsnemar eru boðnir og niðurstaða vinnuhópsins rædd sem og næstu skref.

Ég mun síðan halda áfram að pósta hér inn á þessari síðu, þannig að fylgist vel með.

Hlynur, formaður

Engin ummæli: