föstudagur, mars 2

Bréf frá öryggisnefnd HÍ

Eftirfarandi er bréf sem barst frá öryggisnefnd HÍ sem svar við spurningum Jóhannesar Jenssonar öryggisfulltrúa HÍ.


Jóhannes Jensson Reykjavík, 27. febrúar 2006
VR III

Tryggingamál stúdenta,

Komdu sæll Jóhannes

Öryggisnefnd Háskólans barst bréf frá þér dagsett 19. janúar þar sem leitað er svara við eftirfarandi spurningum varðandi tryggingamál stúdenta.

1. Eru stúdentar við H.Í. almennt slysatryggðir?
2. Ef svo er, hvenær hefst sú trygging og hvenær endar hún (t.d. nær hún til ferðalaga til og frá
skóla?)
3. Eru stúdentar slysatryggðir við rannsóknavinnu úti í "felti"?
4. Ef stúdentar eru slysatryggðir, í hverju felast þær tryggingar?
Undirrituð biðst velvirðinar á því hvað dregist hefur að svara bréfinu, en nauðsynlegt var að leita upplýsinga hjá lögfræðingi starfsmannasviðs Háskólans, svo og hjá Tryggingastofnun.

Eftirfarandi er tekið úr svarbréfi starfsfólks Tryggingastofnunar:

Liður 1. Háskólanemar eru tryggðir þegar þeir sinna verklegu námi.

Liður 2. Tryggingin gildir þegar nemarnir sinna verklegu námi og nær ekki til ferða til og frá skóla eða annarra ferða.

Liður 3. Háskólanemar eru tryggðir þegar þeir sinna verklegu námi (þá er átt við formlegt,
skipulegt nám, ekki sjálfsnám) hvar sem það fer fram, þ.m.t. rannsóknavinnu úti.

Liður 4. Bætur slysatrygginga almannatrygginga eru sjúkrahjálp, slysadagpeningar, örorkubætur og dánarbætur. Sjá nánar 26.-30. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar
(www.althingi.is/lagas/132b/1993117.htm og breytingar á þessum lögum frá árinu 2002:
www.althingi.is/altext/stjt/2002.074.html).

Á heimasíðu Tryggingastofnunar: www.tr.is/slys/slysatryggingar/ er að finna nánari upplýsingar um hvað felst í slysatryggingunni.


Hlynur, formaður

Engin ummæli: