þriðjudagur, nóvember 2

lesaðstaða - again

Við Ægir vorum að spekúlera í lesaðstöðumálum okkar framhaldsnema..
Þeir hjá byggingarnefnd hússins eru að "greina" notkun okkar á lesaðstöðu almennt.
Við erum smeyk um að niðurstaðan verði ekki okkur í hag. Erum að spá í hvort við þyrftum að skrifa bréf til nefndarinnar þar sem við skilgreinum okkar þarfir sjálf.
Tillaga hefur komið fram innan hópsins að bjóða skipti á okkar lesaðstöðu uppi á þriðju hæð fyrir nemendaherbergi á fyrstu hæð. Það herbergi er minna og meira lokað og hentar okkur líklega betur en hitt.. spurning um hvort bs nemar eru sammála??

Þyrftum eiginlega að hittast sem fyrst - áður en allt verður tekið af okkur.
HVERNIG ER ÞAÐ STJÓRN !

Ester og Ægir

Engin ummæli: