fimmtudagur, september 23

Engin skólagjöld

Varðandi póstinn sem kom frá Eddu (Skólagjöld á framhaldsnema) þá er ég svo innilega sammála henni. Mér finnst ekkert réttlæta hækkuð skólagjöld á framhaldsnema. Framhaldsnemar og rannsóknir þeirra er það sem setur raunvísindadeild á hærra plan sem rannsóknarmiðstöð. Ég get ekki ímyndað mér annað en að rannsóknir framhaldsnema séu um 60-70% af öllum þeim rannsóknum sem fara fram á sviði raunvísinda (allaveganna líffræði). Við þurfum að sameinast um að mótmæla þessu það er ekki spurning og jafnvel slást í för með hinum framhaldsnemum Öskju í þessu máli (jarð- umhverfis - og landafræði). Við getum saman staðið sterk sem framhalsnemar í Öskju! Þessir nemendur eru alveg nóg fjársveltir og nýttir sem ódýrt vinnuafl í verklegri kennslu að það þrufi ekki að bæta við háum skólagjöldum.

Kveðja. Marianne

Engin ummæli: