Askja, 27. október 2005
Til: Líffræðiskorar Háskóla Íslands
Frá: Félagi framhaldsnema við líffræðiskor HÍ
Aðstaða til framhaldsnáms í Öskju
Framhaldsnám við Líffræðiskor Háskóla Íslands hefur vaxið mjög á undanförnum árum og teljum við að framhaldsnemar gegni veigamiklu hlutverki í líffræðirannsóknum á Íslandi. Mikil breyting varð á háttum allra í skorinni þegar starfsemin flutti í Öskju. Aðstaða til starfa er um margt ágæt en þó skortir á að hún sé fullnægjandi að okkar mati. Einkum skortir á að nemendur hafi aðstöðu til skrifta og úrvinnslu gagna. Aðstaðan er þó afar mismunandi milli nemenda. Margir framhaldsnemar gegna mikilvægu hlutverki í kennslu og hafa með höndum skýrslur og trúnaðargögn sem þeir þurfa að geta geymt á öruggum stað. Við teljum að skorin ætti að útvega öllum framhaldsnemum tölvu til einkanota og hirslur fyrir gögn og bækur sem fylgja úrvinnslu gagna. Best væri ef öllum framhaldsnemum biðist rými á skrifstofu en það er regla í mörgum háskólum erlendis eins og starfsmenn skorarinnar þekkja trúlega.
Skortur á aðstöðu er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að sífellt fleiri kjósa að stunda framhaldsnám við Líffræðiskor HÍ. Það virðist vera mikill áhugi fyrir því hjá Líffræðiskor að auka veg framhaldsnáms í skorinni. Okkur þykir það mjög jákvætt en við teljum brýnt að bæta aðstöðuna áður en framhaldsnemum fjölgar enn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta málefni er borið upp, en allt frá því húsið var á byggingastigi lýstu framhaldsnemar áhyggjum sínum yfir því að ekki væri nægilega vel hugað að aðstöðu fyrir framhaldsnema í Öskju. Á fundi framhaldsnema þann 5.október s.l. var samþykkt að vekja skorina til umhugsunar um þetta mál enn á ný.
Það er hinsvegar ekki hlutverk framhaldsnema að skapa aðstöðu fyrir nám sitt, heldur hlýtur það að vera skorin sem býður uppá námið sem gegnir því hlutverki. Góð aðstaða fyrir framhaldsnema hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál framhaldsnema og kennara.
Af þessu tilefni leggjum við eftirfarandi spurningar fram:
• Er aðstaða framhaldsnema við Líffræðiskor HÍ viðunandi að mati kennara líffræðiskorar?
• Hefur lágmarksaðstaða fyrir framhaldsnema verið skilgreind og ef ekki telur skorin að þörf sé á slíkri skilgreiningu?
• Er munur á þörfum MS nema og PhD nema varðandi aðstöðu?
• Eru einhver takmörk á fjölda framhaldsnemenda Líffræðskorar sem hefðu aðstöðu í Öskju?
Þessar spurningar eru lagðar fram í fullri alvöru og við búumst við að málið verði tekið fyrir og þessu erindi svarað. Framhaldsnemendur eru fúsir til að leggja fram tillögur um úrbætur og vinna með skorinni í því að bæta aðstöðuna ef leitað verður til þeirra um það. Það hlýtur samt að vera í verkahring kennara skorarinnar að sjá til þess að aðstaða til framhaldsnáms sé sem best í nýjustu byggingu Háskóla Íslands.
f.h. Félags framhaldsnema við Líffræðiskor HÍ
_____________________________________________
Ólafía Lárusdóttir, formaður
föstudagur, október 28
mánudagur, október 24
Fundargerð
Fundur Felix miðvikudaginn 5.október kl.12:20 í stofu N-130 í Öskju
Mættir: Ólafía, Freydís, Jónas, María, Hilmar, Elísabet, Rakel, Guðni, Ingibjörg, Sirrý, Bryndís, Guðbjörg, Bjarki, Katrín, Guðrún, Þórdís og Ester.
Dagskrá fundarinns var þessi:
1. Gamanmál
2. Aðstöðuleysi í Öskju (gömul lumma)
3. Skipulag framhaldsnáms við líffræðiskor
Gamanmál
Freydís kynnti fyrir okkur það sem var á dagskrá í skemmtinefndinni. Það fyrsta sem var á dagskrá var Framhaldsnema Jarðlífsöl sem þegar hefur verið haldið. Einnig voru hugmyndir um að hafa óvissuferð í nóvember.
Aðstöðumál
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um aðstöðumál. Þann hóp skipa Ester, Guðni og Ægir. Þau ætla að kanna aðstöðuna sem er í boði fyrir stúdenta og þrýsta á úrbætur. Byrjað verður á þarfagreiningu. Hugmyndin er að fá skorina til að setja niður á blað hvað talið er lágmarksaðstaða sem leiðbeinandi þarf að skaffa stúdent.
Skipulag náms
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um skipulag framhaldsnáms við Líffræðiskor. Þann hóp skipa: Jónas, Bjarki, Snædís og Ólafía. Markmiðið er að virkja námsnefndina til að fara að fjalla meira um skipulag námsins í stað þess að einblína bara á að fara yfir umsóknir. Hvetja til þróunar á fleiri kúrsum fyrir framhaldsnema.
Samþykkt var að formaður Felix myndi leggja fyrirspurn til skorarformans um peningamálin. Það þarf að fá á hreint að þeir pengingar sem skorin fær fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema fari í rekstur framhaldsnámsins en ekki í grunnnámið.
Ennig var rætt um það hvort ekki væri sniðugt að fá einn kennara til að vera trúnaðarmann framhaldsnema. Það vantar tilfinnalega einhvern sem framhaldsnemar geta leitað til þegar ágreingur rís milli nemenda og leiðbeinanda. Það er líka nauðsynlegt að það sé eitthver innan skorarinnar sem er inní þeim reglum háskólans sem snúa að framhaldsnemum.
Fyrir hönd stjórnar,
Ólafía Lárusdóttir
Mættir: Ólafía, Freydís, Jónas, María, Hilmar, Elísabet, Rakel, Guðni, Ingibjörg, Sirrý, Bryndís, Guðbjörg, Bjarki, Katrín, Guðrún, Þórdís og Ester.
Dagskrá fundarinns var þessi:
1. Gamanmál
2. Aðstöðuleysi í Öskju (gömul lumma)
3. Skipulag framhaldsnáms við líffræðiskor
Gamanmál
Freydís kynnti fyrir okkur það sem var á dagskrá í skemmtinefndinni. Það fyrsta sem var á dagskrá var Framhaldsnema Jarðlífsöl sem þegar hefur verið haldið. Einnig voru hugmyndir um að hafa óvissuferð í nóvember.
Aðstöðumál
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um aðstöðumál. Þann hóp skipa Ester, Guðni og Ægir. Þau ætla að kanna aðstöðuna sem er í boði fyrir stúdenta og þrýsta á úrbætur. Byrjað verður á þarfagreiningu. Hugmyndin er að fá skorina til að setja niður á blað hvað talið er lágmarksaðstaða sem leiðbeinandi þarf að skaffa stúdent.
Skipulag náms
Stofnaður hefur verið þrýstihópur um skipulag framhaldsnáms við Líffræðiskor. Þann hóp skipa: Jónas, Bjarki, Snædís og Ólafía. Markmiðið er að virkja námsnefndina til að fara að fjalla meira um skipulag námsins í stað þess að einblína bara á að fara yfir umsóknir. Hvetja til þróunar á fleiri kúrsum fyrir framhaldsnema.
Samþykkt var að formaður Felix myndi leggja fyrirspurn til skorarformans um peningamálin. Það þarf að fá á hreint að þeir pengingar sem skorin fær fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema fari í rekstur framhaldsnámsins en ekki í grunnnámið.
Ennig var rætt um það hvort ekki væri sniðugt að fá einn kennara til að vera trúnaðarmann framhaldsnema. Það vantar tilfinnalega einhvern sem framhaldsnemar geta leitað til þegar ágreingur rís milli nemenda og leiðbeinanda. Það er líka nauðsynlegt að það sé eitthver innan skorarinnar sem er inní þeim reglum háskólans sem snúa að framhaldsnemum.
Fyrir hönd stjórnar,
Ólafía Lárusdóttir
föstudagur, október 21
Fyrsta jarðlífsöl vetrarins vel heppnað
Í gær, fimmtudaginn 20. október 2005, var haldinn fyrsti öl-fundur framhaldsnema í Felix (Félag líffræðinema á x-ta ári) og hinu enn-sem-komið-er ónefnda félagi framhaldsnema í jarð-og landafræði. Var þar mjög góðmennt enda elíta (the bold and the beautiful) þessara félaga mætt til að sýna sig og sjá aðra.
Jarðfræðinemar voru í miklum meirihluta fyrst um sinn en þegar leið á óx líffræðingum ásmegin, þöndu seglin, fjölmenntu og drukku alla undir borði.... eða svo gott sem. Jarðfræðingarnir voru sem sagt stundvísir en líffræðingarnir af einróma dug tóku þá á endasprettinum.
Af frumkvæði jarðfræðinganna var sú skemmtilega uppákoma að gengist var til spurningakeppni milli þessara tveggja félaga. Þar var varpað upp myndum af völdum svæðum og spurt að nafni. Árangur líffræðinganna var bestur 40% meðan jarðfræðingarnir rétt mörðu sigur með 80% réttu svarhlutfalli. Þetta var mikil og hörð keppni og vel til fundin. Jarðfræðingarnir bættu svo um betur og skoruðu á Felix menn og konur að bæta um betur og halda sæmbærilega keppni á næsta öli, að sjálfsögðu með líffræðilegu ívafi.
Felix menn og konur taka þessari áskorun með glöðu geði og eru því allir félagar hvattir til að mæta á næsta jarðlífsöl eftir 2 vikur, fimmtudaginn 3. nóvember!
Góða helgi
Skemmtinefndin
Jarðfræðinemar voru í miklum meirihluta fyrst um sinn en þegar leið á óx líffræðingum ásmegin, þöndu seglin, fjölmenntu og drukku alla undir borði.... eða svo gott sem. Jarðfræðingarnir voru sem sagt stundvísir en líffræðingarnir af einróma dug tóku þá á endasprettinum.
Af frumkvæði jarðfræðinganna var sú skemmtilega uppákoma að gengist var til spurningakeppni milli þessara tveggja félaga. Þar var varpað upp myndum af völdum svæðum og spurt að nafni. Árangur líffræðinganna var bestur 40% meðan jarðfræðingarnir rétt mörðu sigur með 80% réttu svarhlutfalli. Þetta var mikil og hörð keppni og vel til fundin. Jarðfræðingarnir bættu svo um betur og skoruðu á Felix menn og konur að bæta um betur og halda sæmbærilega keppni á næsta öli, að sjálfsögðu með líffræðilegu ívafi.
Felix menn og konur taka þessari áskorun með glöðu geði og eru því allir félagar hvattir til að mæta á næsta jarðlífsöl eftir 2 vikur, fimmtudaginn 3. nóvember!
Góða helgi
Skemmtinefndin
miðvikudagur, október 5
Fyrsti fundur vetrarins
Sælt veri fólkið
Fyrsti Felix fundur vetrarins verður miðvikudaginn 5 okt.
Fundurinn verður í hádeginu þ.e. kl 12:20 í stofu N-130
Það sem þarf að ræða er:
1. Gamanmál
2. Aðstöðuleysi í Öskju (gömul lumma)
3. Skipulag framhaldsnáms við líffræðiskor
Það verður hádegissnarl í boði.
Sjáumst eiturhress
Stjórnin
P.s. Þetta fundarboðið var sent út samkvæmt nýjasta lista yfir
framhaldsnema, ef þið heyrið um eitthverja sem ekki fengu tölvupóst
endilega látið vita á olafial@hi.is
Fyrsti Felix fundur vetrarins verður miðvikudaginn 5 okt.
Fundurinn verður í hádeginu þ.e. kl 12:20 í stofu N-130
Það sem þarf að ræða er:
1. Gamanmál
2. Aðstöðuleysi í Öskju (gömul lumma)
3. Skipulag framhaldsnáms við líffræðiskor
Það verður hádegissnarl í boði.
Sjáumst eiturhress
Stjórnin
P.s. Þetta fundarboðið var sent út samkvæmt nýjasta lista yfir
framhaldsnema, ef þið heyrið um eitthverja sem ekki fengu tölvupóst
endilega látið vita á olafial@hi.is
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)